fimmtudagur, febrúar 24, 2011

Botnlaus gleði

Jæja þá er komið að því. Nú er markmiðinu að ljúka og bara eitt fjall eftir í 35.tinda verkefninu.
Pælingin er að ljúka þess af nú komandi laugardag. Hver skyldi svo verða loka toppurinn, jú hugurinn heldur í átt að Botnsúlum og þar er ætlunin að halda á Norður-Súlu og með viðkomu á Vestur-Súlu, sem er reyndar örlítið hærri en telst ekki með sem nýr toppur. Taka skal það þó fram að ferðaáætlun þessi er háð duttlungum veðurguðanna. Nenni ekki að skunda þarna upp í ausandi rigningu. Sjáum til hvað spámenn ríkins hafa um málið að segja á morgun. Annars er annað varafjall til staðar. Reyndar talsvert lægra en hvað um það. Svo er að sunnudagurinn líka til staðar en laugardagurinn hentar betur.
Allir eru svo velkomnir með og gaman væri að fá fjölmenni með svona á síðasta tindinn. Hittingur á laugardagsmorgun kl 09:30 á N1 í Mosó

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!