Eru einhverjir sem ætluðu að fara til Akureyrar núna á föstudaginn ?? Eða eru allir sem ætla að fara á fimmtudegi ???
Gott í Hlíðarfjalli í dag 10 stiga hiti.
mánudagur, febrúar 21, 2005
fimmtudagur, febrúar 17, 2005
Benvenuto in Italia!
Í tilefni þess að 30 dagar eru til Ítalíuferðar okkar vil ég minna ferðalanga á að það þarf að greiða ferðina innan 28 daga fyrir brottför til að nýta sér 5% staðgreiðsluafslátt Úrvals-Útsýnar.
Jafnframt þætti mér gaman að vita hvort áhugi sé hjá mannskapnum að taka sameiginlegan langferðabíl til Reykjanesbæjar, slíkt myndi sennilega kosta um 1.500 kr. á mann án þess að gerð hafi verið ítarleg könnun á því. Gott væri ef Ítalíufarar myndu láta í ljós skoðun sína á því með því að nota athugasemdakerfið hér að neðan.
Í tilefni þess að 30 dagar eru til Ítalíuferðar okkar vil ég minna ferðalanga á að það þarf að greiða ferðina innan 28 daga fyrir brottför til að nýta sér 5% staðgreiðsluafslátt Úrvals-Útsýnar.
Jafnframt þætti mér gaman að vita hvort áhugi sé hjá mannskapnum að taka sameiginlegan langferðabíl til Reykjanesbæjar, slíkt myndi sennilega kosta um 1.500 kr. á mann án þess að gerð hafi verið ítarleg könnun á því. Gott væri ef Ítalíufarar myndu láta í ljós skoðun sína á því með því að nota athugasemdakerfið hér að neðan.
þriðjudagur, febrúar 08, 2005
Rétt eins og einstaklega glögga lesendur rekur eflaust minni til þá var brugðið á leik, hér á síðunni, fyrir nokkurum mánuðum síðan. Hvað er það? Spyrja sjálfsagt ýmsir þó ekki þeir sem eru munir. Við erum hér að tala um hin stórskemmtilega leik um 20000 gestinn á þessa stórbrotnu síðu V.Í.N. Það hefur ekki enn gefist tóm til að afhenda alla þá ótal glæsilegra vinninga sem þá voru í boði fyrir gest nr:20000, 20001 og 20025.
Nú þegar styttist í gest nr:25000 er ætlunin að endurtaka leikinn og bíða og sjá hver hreppir hnosið. Enn verða stórglæsilegir viningar í boði. Að tilmælum staðalímyndunnarhóp femínista verða vinningar kynjaskiptir en engu að síður glæsilegir. Ætlunin er svo að afhenda vinninga, þessa skemmtilega leiks og úr þeim síðasta, á aðalfundi Vinafélag Íslenskrar Náttúru sem haldin verður um leið og skíða- og menningarferð til Agureyris verður farinn þ.e. á sama stað. Nóg um það.
Kv.
Stemmti- og ritnemd
Nú þegar styttist í gest nr:25000 er ætlunin að endurtaka leikinn og bíða og sjá hver hreppir hnosið. Enn verða stórglæsilegir viningar í boði. Að tilmælum staðalímyndunnarhóp femínista verða vinningar kynjaskiptir en engu að síður glæsilegir. Ætlunin er svo að afhenda vinninga, þessa skemmtilega leiks og úr þeim síðasta, á aðalfundi Vinafélag Íslenskrar Náttúru sem haldin verður um leið og skíða- og menningarferð til Agureyris verður farinn þ.e. á sama stað. Nóg um það.
Kv.
Stemmti- og ritnemd
sunnudagur, febrúar 06, 2005
Núna helgina 28-30.jan s.l. lagði jeppadeildin af stað í leiðangur einn með stefnuna á Grímsvötn. Þessi ferðahópur samanstóð af af farar- og hópstjórum úr nýliðaferð 4X4 upp í Setur, þeirri ferð sem Pétur nýliði skrópaði í. Þrátt fyrir hlýingadaga í vikunni á undan og frekar blauta spá var samt ákveðið að fara af stað, smakka aðeins á þessu og sjá hvernig gengi. Með bjartsýnina að leiðarljósi töldum við að það yrði þá bara endað í Jökulheimum og þar myndum við snæða rolluafturhásinguna. Það var lagt af stað og er óhætt að kalla þessa ferð ,,Krapatúrinn 2005´´ í það minnsta enn sem komið er. Hér kemur sagan af því.
Saga þessi hefst flöskudaginn 28.jan. Þá eldsnemma um daginn eða rúmlega 18:00 fóru fyrstu menn úr bænum. Þó ekki þeir sem á Willy voru né Flubbarnir á tvistinum. Vegna óvæntar bilunar í Willy þá tafðist brottför okkar á Willy um c.a 1,5 klst. Skáldið renndi í hlað í Logafoldina milli 19:30 og 20:00 og var maður þá að skrúfa dekkið undir og fast að því að verða til. Eftir skrúbb var loks hægt að koma sér úr bænum eða þá var tíminn rúmlega 20:00. Höfðu þeir Flubbafélagar þá þegar lagt af stað úr bænum, enda á diesel Toyota og veittir ekki af forskotinu, eftir að hafa komið við í nýlenduvöruverzlun og birgt okkur upp lá leiðin næst ská yfir götuna á eldsneytissmásöluvöruverzlun. Það veitti ekki af að styrkja Olíufélagið enda nýbúið að lækka sektina hjá þeim. Hvað um það. Eftir að hafa dælt vel á annan tug þúsunda á tankinn var loks hægt að koma sér upp fyrir Rauðavatn. Óhætt er að segja að ferðin austur hafi verið frekar tíðindalaus enda steingeldur þjóðvegaakstur. Við sluppum í gegnum Hnakkaville og þegar við vorum að skríða austur úr Hnakkaville hringdi Runólfur og tjáði hann einkaritarnum að þeir væru að fara úr Hrauneyjum og að Maggi væri ei mættur en ætlaði að hinkra eftir okkur. Leið okkar upp í Hrauneyjar, var sem áður sagði, frekar tíðindalaus þó að hápunkturinn hafi verið þegar við tókum framúr Súkku eini ekki löngu áður en að Hrauneyjum var komið. Þar sem maður var að tanka við Hrauneyjar renndi fyrrnefnd Súkka í hlað og eftir smá spjall við kauða þá var þetta maður sem á leið var í Tjéllingfjöll með jeppahóp frá Útivist. Þarna upp í Hrauneyjum þá gustaði aðeins en þetta var bara lognið á undan storminum. Þarna var gert stuttur stanz aðalega til að greiða fyrir vökvan góða og bregða sér aðeins á biskupinn. Þarna notaði maður líka tækifærið og fékk VHF handstöðina hans JónsFús lánaða, kunnuð við honum bestu þakkir fyrir. Nú var ekkert að gera nema koma sér í faðm öræfanna Þegar við komum inn fyrir Vatnsfell var hafist handa við að frelsa loft úr belgmiklum hjólbörðum bifreiðanna. Þarna sáum við líka 3.aðra óskylda jeppa sem voru á för. En við förum ekki í þeirra för heldur aðeins ofar. Ekki leið á löngu uns fyrsta festan var orðin staðreynd hjá manni. Það var ekki mikið mál að kippa okkur upp úr því. Svo fljótlega kom önnur þá var ekkert að gera nema hleypa meira úr. Enda ansi blaut undir og þegar maður stakk sér niður þá voru heilu stöðuvötnin undir. Hvað um það. Við heldum bara ótrauðir áfram og vorum komnir í talstöðvar samband við hina og heyrðist sem fastur væri fastur. Ekki leið á löngu uns við komum að Birki, Runa og Björgvini, þar sem Fastur var líka þetta fastur. Hafði Skáldið orð á því að þetta minnti hann óþægilega mikið á festu eina við Kirkjufellsósa fyrir rúmlega ári síðan. Fljótlega bar að 44´´LandCruiser sem hafði það kippa Birki upp. Þá hófst leitin af fari yfir og að lokum komst einn yfir og hinir gátu fylgt á eftir. Nú var bara að halda eins góðri hæð eins og mögulegt var og var ansi fróðlegt að sjá Runa og þá sérstaklega Bjögga fara niður eina hæðina sem var nokkuð klökkuð. Þá fengu naglarnir að vinna fyrir kaupinu sínu. Eftir að sloppið við vesen í krapa komum við að hinum ferðafelögunum og voru þeir allir saman ofan í sama skipaskurðunum. Þarna var allur hópurinn loks saman kominn. Hann skipuðu:
Stebbi Twist og Arnór Jarlaskáld á Willy
Maggi Brabrason og JónFús á Toyota LC 70
Runólfur og Jakob á Toyota Lady-Krúser
Birkir og Malin á Wrangler
Halli Kristins og Emil á Trooper
Arnór og Erlingur á Togaýta DC
AtliE og Frú á Toyota TroubleCap
Björgvin og Elvar á Trooper.
Þarna sat Atli E á kviðnum hálfur upp úr pyttinum og Halli búinn að snúa við ofan í pyttinum. Arnór að rembast við að komast upp hinum megin. Meðan á þessu stóð þá fóru Flubbarnir og Runi í það finna aðra leið sem kki væri eins blaut og það hafðist. Þegar þarna var komið voru menn eitthvað farnir að efast að okkur tækist að komast upp í Jökulheima fyrr en undir hádegi á laugardeginum. Hugmyndir voru uppi um Hólaskóg en samt var niðurstaðan sú að reyna aðeins áfram. Og áfram var haldið þrátt fyrir að þetta stopp hafi bara verið 1.klst. Það gekk svo vel að komast næstu nokkra km en þá kmum við að góðum krapapytt það sem það tók okkur 2,5 klst að koma öllum bílunum yfir. Þar sem klukkan var þarna orðin rúmlega 05:00 aðfararnótt laugardags varð á endanum niðurstaðan að fara í Veiðivötn og gista þar enda ekki nema 5,2km í Veiðivötn m.v. rúmlega 30.km í Jökulheima og við ekki búnir með nema rúmlega 12km á 7-8 klst. Nokkuð góður árangur það. Til að komst þarna yfir varð að komast eins langt upp og hægt var og krækja svo spili í bílana upp spila þá upp. Þarna uppúr var um tvær leiðir að ræða og tvo spil með svo hægt var að vinna í tveimur bílum í einu. Það var svo þegar spila var verið síðasta bílinn upp að slaki kom á tvistinn og JónFús sleppi tengslinu heldur harkalega, smellur, framdrifið brotið. Þannig að það varð alveg ljóst þarna að eina vitið væri bara að koma sér í Veiðivötn og í koju. Það gekk svo nokkuð vel að komast í Veiðivötn og það með einn á afturdrifinu. Þegar við komum svo að vaðinu við Fossvatnakvísl sáum við hinn hópinn var hann á sléttu og virtist ekki fara hratt yfir. Við komum svo að skálanum og voru þá sem á undan voru komnir ofan í poka og flestir sofnaðir. Eitthvað sýnist okkur vera lítið pláss í þessu herbergi svo við bræðurnir ásamt Brabrasyninum förum á svefnloft. En þeir Runi og Arnór, ásamt JóinFús, fóru til baka til að kanna með hinn hópinn. Veit ekki hvenær þeir komu til baka en það var alla vega eftir 06:50 þegar síðast var litið á klukkuna. Þrátt fyrir smá brak og bresti þá svaf maður nokkur vel þarna uppi. Enda nokkuð óhætt að fullyrða að maður var orðin örlítið þreyttur eftir allan moksturinn, sem var þó lítill í samanburði við Eyjafjarðardalinn forðum.
Það er svo varla hægt að segja að laugardagurinn hafi runnið upp því það var langt liðið á hann þegar við skriðum í koju langt genginn 07:00 á laugardagsmorgninum. Hvað um það. Það var svo skriðið á lappir um það leyti sem hádegisfréttir voru að hefjast á RÚV. Eftir hefðbundinn morgunverk þ.e. morgunmat, messu og Mullersæfingar var hægt að fara að koma sér af stað. Þarna var búið að bóka Hólaskóg svo ferðinn var ekki alónýt. Eftir að hafa gefið Willy að drekka var lagt aftur í´ann. Fyrsta hindrunin á vegi okkar eða vegleysu var Fossvatnakvíslinn sem reyndist ekki mikið mál fyrir okkur jafnvel þó svo að einn væri með brotið framdrif. Nú var bara dagskipuninn að halda hæð og reyna að finna alltaf bestu leiðina fyrir Tvistinn. Tvisturinn þurfti að þiggja spottann upp nokkrar brekkur en var samt furðu seigur. Svo komum við að einum stað þar sem menn höfðu þrætt útan í hlíð einni með tilheyrandi hliðarhalla. Sem er ekki mjög gott þegar maður ekki með framdrif. Arnór tók sjénsinn og fór bara beint af augum og komst yfir. Við á Willy fylgdum á eftir og svo komu Flubbarnir og þeir niður. Við snérum við og var Runi að gera spottann klárann og eftir góðan kipp þar sem bíllinn hreyfist jú en sat samt ennþá fastari á eftir. Í þessari stöðu var ekkert annað að gera nema græja nýja spilið hans Arnórs og koma vír aftan í Tvistinn ,,dobbla´´ það og í Wranglerinn hans Birgis. Þrátt fyrir að vera með vírinn í tveimur bílum þá drógust þeir að Tvistinum svo ekkert annað var að gera nema setja Willy og Barbí aftan í hina og nota þá sem ankeri. Upp fór Tvisturinn og allir tóku gleði sína á ný. Ekki það að gleðin hafi tapast eitthvað. Leið okkar lá svo áfram í átt að Vatnsfelli og á einum stað þar sem virist vera ansi mikill hliðarhalli svo manni leist ekkert of vel á blikuna en eftir að hafa skoðað þetta betur og frá öðru sjónarhorni var þetta alls ekkert svo slæmt. Þegar við Runi komum svo fyrir hólinn þá var Björgvin það fastur og hófust þá björgunaraðgerðir sem tókust vonum framar. Er við komum svo aðeins lengra mættum við tveimur Land Rover frá Vésæl þar sem þeir voru víst á leiðinni í Veiðivötn. En þarna sat Tvisturinn ansi fastur og voru menn að gera klárt fyrir spilun þegar við komum á svæðið og var Arnór fenginn í það þrátt fyrir að Halli hafi verðið ansi sár yfir því að fá ekki að nota spilið sitt. Eftir þessa stuttu töf var ekkert að vanbúnaði að halda för vor áfram. Það tóku svo við þræðingar því ekkert nema krapablámi blasti við okkur sem og skipaskurðurinn frá Birki sem hann gróf á föstudeginum. Þegar við áttum svo eftir ca.3.km í Vatnsfell var kallað í talstöðina og óskað eftir drullutjakki. Það var því snúið við og ekið 487.m til baka og málið skoðað. Kom í ljós að millikassaöxul hjá Birki hafði brotnað og drifskaftið gengið út. Eftir smá pælingar og mikla speki var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að græja þetta til á staðnum svo best væri að draga hann og hafa hann bara í framdrifinu. Atli E tók það verkefni að sér að hafa Birki í næloni á eftir sér og gekk það vel í fyrstu en svo komum við að brekku, sem reyndar var auð, en þá heyrðist í Atla E ,,ég held að ég sé búinn að brjóta afturöxul´´. Nei, hugsaði maður á nú allt að ganga á afurfótunum svona stutt frá þjóðveginum. En við nánari skoðun kom í ljós að afturlæsingin var bara ekki að virka sem skyldi svo það var hið besta mál. Stuttu síðar komum við að Vatnsfelli og hófust menn nú handa við að endurheimta loft í dekkinn aftur. Þarna var aðeins farið að gusta og þessi stormviðvörun frá spámönnum ríkinsins átti greinilega rétt á sér. Allt þetta hafðist að lokum og för oss held áfram í áttina að Hrauneyjum. Þarna fór líka að rigna og þá meinar maður RIGNA svo og nokkrir hálkublettir voru á veginum svakastuð. Þegar örstutt var í Hrauneyjar höfðu báðir Trooper fokið til á veginum og runnið út í kant. Þarna var alveg svakalega hvasst og alveg gler á veginum svo ekki var stætt. En það var samt nokkuð skondið að sjá Elvar þarna reyna að fóta sig þarna í rokinu, rigningunni og á svellinu. Á meðan fór JónFús að kanna með gamla veginn að virkjunni við Hrauneyjafoss og reynist sú leið vera heldur auðveld og fórum við flestir þá leið nema að vísu Atli E og Troopers. Það var gerður stuttur stanz í hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum aðalega til að bregða sér á biskupinn, kvittað fyrir sig í þar til gerðri gestabók og svo til að gefa Willy smá svettu á vökvanum góða til að komast í Hólaskóg svona í það minnsta. Eftir það var stefnan tekin á Hólaskóg vorum við Willy í samfloti með Birki á Wrangler og Bjögga á Trooper. Arnór hafði varað okkur við nokkrum myndarlegum pollum á leiðinni milli Hrauneyja og Þjórsárbrúnar. Þegar við komum að þeim fyrsta þá kom það í ljós að þetta var vatn sem flæddi yfir veginn ásamt jakahrögli og snjóklubbum með svo góðu roki til að bæta á þetta. Er við vorum svo komnir yfir í Árnessýslu sáum við að Tvisturinn beið okkar við afleggjarann í Hólaskóg. Þar fréttum við líka að bjórinn væri kominn í hús en kjötið var í Tvistinum. Leiðin af þjóðveginum og að Hólaskógi lá nánast öll undir vatni og ekki vissi ég að Lalli frændi væri kominn með nýtt uppistöðulón fyrir Búrfellsvirkjun. Minnist einhver að þetta hafi farið í lögformlegt umhverfismat? Mér er spurn, nei, ,mér er hreinlega ekki skemmt. Jæja, hvað um það. Um leið og maður komst inn í skálann í Hólaskógi þá byrjaði maður að fá sér einn bjór og tók svo dótið úr bílnum. Maður er sko með forganginn á hreinu. Þarna vorum við kominn um 19:00 eða eftir 6.klst för úr Veiðivötnum. Sæmilegt það. Það var eiginlega strax hafist handa við að gera klárt fyrir kvöldmatinn. Á matseðliunum voru 3.úrbeinaðar rolluafturhásingar, kartölfusalat, kannínufóður ásamt piparostarjómasósu sem var samansett af 6.piparostum og 1,5.lítra af rjóma, þá sko alvöru rjóma með fitunni og öllu saman engan matreiðslurjóma. Þess verður að geta að þetta smakkist unaðslega og þá sérstaklega sósan (segir sérlegur sósugerðarmeistari V.Í.N.) eiginlega má segja að þetta hafi bragðast ómetanlega. Sósan var alla vega kláruð og fólk almennt á meltunni frameftir kveldi. Það var svo haldin myndasýning úr ferðinni í ferðinni. Tölvunördaskapurinn alveg að fara með menn þarna. Líka sýndu menn myndir úr gömlum ferðum sem m.a. sýndu manni að það er aldrei of varlega farið í þessum ferðum. Svo heldu menn áfram og mikið var spjallað um jeppa, ferðir, tæki, dót og tölvur. Allt saman afskaplega nördalegt en gaman samt. Reyndar fóru menn missnemma að sofa, sumir þó fyrr en aðrir. Það var svo fæst sig yfir á gang og svo enduðu við í D.M. partý hjá Halla. Það var svo farið einhvern tíma undir morgun að heilsa upp á Óla Lokbrá.
Maður skreið svo á lappir um hádegisbil á sunnudeginum. Það var svo allt hefðbundið við þann morgun þ.e. morgunmatur, messa og að sjálfsögðu Mulleræfingar. En ekki hvað. Eftir tiltekt og öllu sem því tilheyrir fóru menn að verða ferðbúnir að vísu var Willy kominn á felguna en ekki mikið mál að redda því. Eftir að hafa þrifið hátt og lágt var lagt aftur á stað og nú með stefnuna á höfuðborgina með viðkomu í nýlenduvöruverzlunni í Árnesi. Það var svo sullað í uppistöðulóninu á ferð okkar upp á þjóðveg og haft gaman af. Fljótlega eftir að við komum upp á þjóðveg ákvað Birkir að spara bensín og hengdi sig aftan í Arnór. Við bræðurnir brunnuðum hins vegar í Árnes. Þegar við renndum í hlað við nýlenduvöruverzlunina í Árnesi voru Flubbarnar að leggja lokahönd við að dæli lofti í Tvistinn og þar var líka Halli. Við komum svo og endurheimtum loft í belgmikla hjólbarða Willy. Fljótlega komu svo Arnór með Birki og skrautfjöðrina á milli. Þarna ákvað litli Stebbalingurinn að tími væri kominn á ís og skundi inn í nýlenduvöruverzluna til að verða sér úti um íspinna. Þegar inn var komið blasti við manni þvílíka fegurðinn hjá heimasætunni í nýlenduvöruverzluninni í Árnesi og þegar það spurðist út hópuðust menn inn til að verzla epli og aðrar nýlenduvöru. Það er ekki slæmt að hafa svona afgreiðslustúlkur við kassann, eykur bara innkomuna. Eftir að vera tæplega verið búinn að jafna sig á þessari nær guðdómlegri fegurð kvöddu Flubbarnir og Halli. Ég var svo í samfloti með Arnóri og hinum ameríska alveg þanngað til við komum í Kambana þá hafði maður ekki þolinmæði að vera á eftir þeim þarna upp og tók framúr þeim, þo svo að við höfðum náð góðum ferðahraða fram að því. Eftir mjög svo tíðindalausan þjóðvegaakstur komum við í bæinn rúmlega 16:00. Mikið er langt síðan að maður hefur komið svona tímanlega til síns heima.
Að lokum vill jeppadeild V.Í.N. þakka fyrir sig og ferðafélögunum fyrir góða ferð. Þó svo að upphaflega áfangastað hafi ekki náð. Það er bara ástæða til að reyna aftur.
Kv
Jeppadeild V.Í.N.
E.s Að lokum er rétt að minna allar gjafvaxta snótir á kjöraldri (skv lesenda könnun Gallup er stór lesendahópur) að en er laust í skíða- og menningarferð til Agureyris 24-27.feb n.k. Gott tækifæri að sjá drengi á öndverðum þrítugsaldri, hegða sér eins og kvartvitar.
Saga þessi hefst flöskudaginn 28.jan. Þá eldsnemma um daginn eða rúmlega 18:00 fóru fyrstu menn úr bænum. Þó ekki þeir sem á Willy voru né Flubbarnir á tvistinum. Vegna óvæntar bilunar í Willy þá tafðist brottför okkar á Willy um c.a 1,5 klst. Skáldið renndi í hlað í Logafoldina milli 19:30 og 20:00 og var maður þá að skrúfa dekkið undir og fast að því að verða til. Eftir skrúbb var loks hægt að koma sér úr bænum eða þá var tíminn rúmlega 20:00. Höfðu þeir Flubbafélagar þá þegar lagt af stað úr bænum, enda á diesel Toyota og veittir ekki af forskotinu, eftir að hafa komið við í nýlenduvöruverzlun og birgt okkur upp lá leiðin næst ská yfir götuna á eldsneytissmásöluvöruverzlun. Það veitti ekki af að styrkja Olíufélagið enda nýbúið að lækka sektina hjá þeim. Hvað um það. Eftir að hafa dælt vel á annan tug þúsunda á tankinn var loks hægt að koma sér upp fyrir Rauðavatn. Óhætt er að segja að ferðin austur hafi verið frekar tíðindalaus enda steingeldur þjóðvegaakstur. Við sluppum í gegnum Hnakkaville og þegar við vorum að skríða austur úr Hnakkaville hringdi Runólfur og tjáði hann einkaritarnum að þeir væru að fara úr Hrauneyjum og að Maggi væri ei mættur en ætlaði að hinkra eftir okkur. Leið okkar upp í Hrauneyjar, var sem áður sagði, frekar tíðindalaus þó að hápunkturinn hafi verið þegar við tókum framúr Súkku eini ekki löngu áður en að Hrauneyjum var komið. Þar sem maður var að tanka við Hrauneyjar renndi fyrrnefnd Súkka í hlað og eftir smá spjall við kauða þá var þetta maður sem á leið var í Tjéllingfjöll með jeppahóp frá Útivist. Þarna upp í Hrauneyjum þá gustaði aðeins en þetta var bara lognið á undan storminum. Þarna var gert stuttur stanz aðalega til að greiða fyrir vökvan góða og bregða sér aðeins á biskupinn. Þarna notaði maður líka tækifærið og fékk VHF handstöðina hans JónsFús lánaða, kunnuð við honum bestu þakkir fyrir. Nú var ekkert að gera nema koma sér í faðm öræfanna Þegar við komum inn fyrir Vatnsfell var hafist handa við að frelsa loft úr belgmiklum hjólbörðum bifreiðanna. Þarna sáum við líka 3.aðra óskylda jeppa sem voru á för. En við förum ekki í þeirra för heldur aðeins ofar. Ekki leið á löngu uns fyrsta festan var orðin staðreynd hjá manni. Það var ekki mikið mál að kippa okkur upp úr því. Svo fljótlega kom önnur þá var ekkert að gera nema hleypa meira úr. Enda ansi blaut undir og þegar maður stakk sér niður þá voru heilu stöðuvötnin undir. Hvað um það. Við heldum bara ótrauðir áfram og vorum komnir í talstöðvar samband við hina og heyrðist sem fastur væri fastur. Ekki leið á löngu uns við komum að Birki, Runa og Björgvini, þar sem Fastur var líka þetta fastur. Hafði Skáldið orð á því að þetta minnti hann óþægilega mikið á festu eina við Kirkjufellsósa fyrir rúmlega ári síðan. Fljótlega bar að 44´´LandCruiser sem hafði það kippa Birki upp. Þá hófst leitin af fari yfir og að lokum komst einn yfir og hinir gátu fylgt á eftir. Nú var bara að halda eins góðri hæð eins og mögulegt var og var ansi fróðlegt að sjá Runa og þá sérstaklega Bjögga fara niður eina hæðina sem var nokkuð klökkuð. Þá fengu naglarnir að vinna fyrir kaupinu sínu. Eftir að sloppið við vesen í krapa komum við að hinum ferðafelögunum og voru þeir allir saman ofan í sama skipaskurðunum. Þarna var allur hópurinn loks saman kominn. Hann skipuðu:
Stebbi Twist og Arnór Jarlaskáld á Willy
Maggi Brabrason og JónFús á Toyota LC 70
Runólfur og Jakob á Toyota Lady-Krúser
Birkir og Malin á Wrangler
Halli Kristins og Emil á Trooper
Arnór og Erlingur á Togaýta DC
AtliE og Frú á Toyota TroubleCap
Björgvin og Elvar á Trooper.
Þarna sat Atli E á kviðnum hálfur upp úr pyttinum og Halli búinn að snúa við ofan í pyttinum. Arnór að rembast við að komast upp hinum megin. Meðan á þessu stóð þá fóru Flubbarnir og Runi í það finna aðra leið sem kki væri eins blaut og það hafðist. Þegar þarna var komið voru menn eitthvað farnir að efast að okkur tækist að komast upp í Jökulheima fyrr en undir hádegi á laugardeginum. Hugmyndir voru uppi um Hólaskóg en samt var niðurstaðan sú að reyna aðeins áfram. Og áfram var haldið þrátt fyrir að þetta stopp hafi bara verið 1.klst. Það gekk svo vel að komast næstu nokkra km en þá kmum við að góðum krapapytt það sem það tók okkur 2,5 klst að koma öllum bílunum yfir. Þar sem klukkan var þarna orðin rúmlega 05:00 aðfararnótt laugardags varð á endanum niðurstaðan að fara í Veiðivötn og gista þar enda ekki nema 5,2km í Veiðivötn m.v. rúmlega 30.km í Jökulheima og við ekki búnir með nema rúmlega 12km á 7-8 klst. Nokkuð góður árangur það. Til að komst þarna yfir varð að komast eins langt upp og hægt var og krækja svo spili í bílana upp spila þá upp. Þarna uppúr var um tvær leiðir að ræða og tvo spil með svo hægt var að vinna í tveimur bílum í einu. Það var svo þegar spila var verið síðasta bílinn upp að slaki kom á tvistinn og JónFús sleppi tengslinu heldur harkalega, smellur, framdrifið brotið. Þannig að það varð alveg ljóst þarna að eina vitið væri bara að koma sér í Veiðivötn og í koju. Það gekk svo nokkuð vel að komast í Veiðivötn og það með einn á afturdrifinu. Þegar við komum svo að vaðinu við Fossvatnakvísl sáum við hinn hópinn var hann á sléttu og virtist ekki fara hratt yfir. Við komum svo að skálanum og voru þá sem á undan voru komnir ofan í poka og flestir sofnaðir. Eitthvað sýnist okkur vera lítið pláss í þessu herbergi svo við bræðurnir ásamt Brabrasyninum förum á svefnloft. En þeir Runi og Arnór, ásamt JóinFús, fóru til baka til að kanna með hinn hópinn. Veit ekki hvenær þeir komu til baka en það var alla vega eftir 06:50 þegar síðast var litið á klukkuna. Þrátt fyrir smá brak og bresti þá svaf maður nokkur vel þarna uppi. Enda nokkuð óhætt að fullyrða að maður var orðin örlítið þreyttur eftir allan moksturinn, sem var þó lítill í samanburði við Eyjafjarðardalinn forðum.
Það er svo varla hægt að segja að laugardagurinn hafi runnið upp því það var langt liðið á hann þegar við skriðum í koju langt genginn 07:00 á laugardagsmorgninum. Hvað um það. Það var svo skriðið á lappir um það leyti sem hádegisfréttir voru að hefjast á RÚV. Eftir hefðbundinn morgunverk þ.e. morgunmat, messu og Mullersæfingar var hægt að fara að koma sér af stað. Þarna var búið að bóka Hólaskóg svo ferðinn var ekki alónýt. Eftir að hafa gefið Willy að drekka var lagt aftur í´ann. Fyrsta hindrunin á vegi okkar eða vegleysu var Fossvatnakvíslinn sem reyndist ekki mikið mál fyrir okkur jafnvel þó svo að einn væri með brotið framdrif. Nú var bara dagskipuninn að halda hæð og reyna að finna alltaf bestu leiðina fyrir Tvistinn. Tvisturinn þurfti að þiggja spottann upp nokkrar brekkur en var samt furðu seigur. Svo komum við að einum stað þar sem menn höfðu þrætt útan í hlíð einni með tilheyrandi hliðarhalla. Sem er ekki mjög gott þegar maður ekki með framdrif. Arnór tók sjénsinn og fór bara beint af augum og komst yfir. Við á Willy fylgdum á eftir og svo komu Flubbarnir og þeir niður. Við snérum við og var Runi að gera spottann klárann og eftir góðan kipp þar sem bíllinn hreyfist jú en sat samt ennþá fastari á eftir. Í þessari stöðu var ekkert annað að gera nema græja nýja spilið hans Arnórs og koma vír aftan í Tvistinn ,,dobbla´´ það og í Wranglerinn hans Birgis. Þrátt fyrir að vera með vírinn í tveimur bílum þá drógust þeir að Tvistinum svo ekkert annað var að gera nema setja Willy og Barbí aftan í hina og nota þá sem ankeri. Upp fór Tvisturinn og allir tóku gleði sína á ný. Ekki það að gleðin hafi tapast eitthvað. Leið okkar lá svo áfram í átt að Vatnsfelli og á einum stað þar sem virist vera ansi mikill hliðarhalli svo manni leist ekkert of vel á blikuna en eftir að hafa skoðað þetta betur og frá öðru sjónarhorni var þetta alls ekkert svo slæmt. Þegar við Runi komum svo fyrir hólinn þá var Björgvin það fastur og hófust þá björgunaraðgerðir sem tókust vonum framar. Er við komum svo aðeins lengra mættum við tveimur Land Rover frá Vésæl þar sem þeir voru víst á leiðinni í Veiðivötn. En þarna sat Tvisturinn ansi fastur og voru menn að gera klárt fyrir spilun þegar við komum á svæðið og var Arnór fenginn í það þrátt fyrir að Halli hafi verðið ansi sár yfir því að fá ekki að nota spilið sitt. Eftir þessa stuttu töf var ekkert að vanbúnaði að halda för vor áfram. Það tóku svo við þræðingar því ekkert nema krapablámi blasti við okkur sem og skipaskurðurinn frá Birki sem hann gróf á föstudeginum. Þegar við áttum svo eftir ca.3.km í Vatnsfell var kallað í talstöðina og óskað eftir drullutjakki. Það var því snúið við og ekið 487.m til baka og málið skoðað. Kom í ljós að millikassaöxul hjá Birki hafði brotnað og drifskaftið gengið út. Eftir smá pælingar og mikla speki var niðurstaðan sú að ekki væri hægt að græja þetta til á staðnum svo best væri að draga hann og hafa hann bara í framdrifinu. Atli E tók það verkefni að sér að hafa Birki í næloni á eftir sér og gekk það vel í fyrstu en svo komum við að brekku, sem reyndar var auð, en þá heyrðist í Atla E ,,ég held að ég sé búinn að brjóta afturöxul´´. Nei, hugsaði maður á nú allt að ganga á afurfótunum svona stutt frá þjóðveginum. En við nánari skoðun kom í ljós að afturlæsingin var bara ekki að virka sem skyldi svo það var hið besta mál. Stuttu síðar komum við að Vatnsfelli og hófust menn nú handa við að endurheimta loft í dekkinn aftur. Þarna var aðeins farið að gusta og þessi stormviðvörun frá spámönnum ríkinsins átti greinilega rétt á sér. Allt þetta hafðist að lokum og för oss held áfram í áttina að Hrauneyjum. Þarna fór líka að rigna og þá meinar maður RIGNA svo og nokkrir hálkublettir voru á veginum svakastuð. Þegar örstutt var í Hrauneyjar höfðu báðir Trooper fokið til á veginum og runnið út í kant. Þarna var alveg svakalega hvasst og alveg gler á veginum svo ekki var stætt. En það var samt nokkuð skondið að sjá Elvar þarna reyna að fóta sig þarna í rokinu, rigningunni og á svellinu. Á meðan fór JónFús að kanna með gamla veginn að virkjunni við Hrauneyjafoss og reynist sú leið vera heldur auðveld og fórum við flestir þá leið nema að vísu Atli E og Troopers. Það var gerður stuttur stanz í hálendismiðstöðinni í Hrauneyjum aðalega til að bregða sér á biskupinn, kvittað fyrir sig í þar til gerðri gestabók og svo til að gefa Willy smá svettu á vökvanum góða til að komast í Hólaskóg svona í það minnsta. Eftir það var stefnan tekin á Hólaskóg vorum við Willy í samfloti með Birki á Wrangler og Bjögga á Trooper. Arnór hafði varað okkur við nokkrum myndarlegum pollum á leiðinni milli Hrauneyja og Þjórsárbrúnar. Þegar við komum að þeim fyrsta þá kom það í ljós að þetta var vatn sem flæddi yfir veginn ásamt jakahrögli og snjóklubbum með svo góðu roki til að bæta á þetta. Er við vorum svo komnir yfir í Árnessýslu sáum við að Tvisturinn beið okkar við afleggjarann í Hólaskóg. Þar fréttum við líka að bjórinn væri kominn í hús en kjötið var í Tvistinum. Leiðin af þjóðveginum og að Hólaskógi lá nánast öll undir vatni og ekki vissi ég að Lalli frændi væri kominn með nýtt uppistöðulón fyrir Búrfellsvirkjun. Minnist einhver að þetta hafi farið í lögformlegt umhverfismat? Mér er spurn, nei, ,mér er hreinlega ekki skemmt. Jæja, hvað um það. Um leið og maður komst inn í skálann í Hólaskógi þá byrjaði maður að fá sér einn bjór og tók svo dótið úr bílnum. Maður er sko með forganginn á hreinu. Þarna vorum við kominn um 19:00 eða eftir 6.klst för úr Veiðivötnum. Sæmilegt það. Það var eiginlega strax hafist handa við að gera klárt fyrir kvöldmatinn. Á matseðliunum voru 3.úrbeinaðar rolluafturhásingar, kartölfusalat, kannínufóður ásamt piparostarjómasósu sem var samansett af 6.piparostum og 1,5.lítra af rjóma, þá sko alvöru rjóma með fitunni og öllu saman engan matreiðslurjóma. Þess verður að geta að þetta smakkist unaðslega og þá sérstaklega sósan (segir sérlegur sósugerðarmeistari V.Í.N.) eiginlega má segja að þetta hafi bragðast ómetanlega. Sósan var alla vega kláruð og fólk almennt á meltunni frameftir kveldi. Það var svo haldin myndasýning úr ferðinni í ferðinni. Tölvunördaskapurinn alveg að fara með menn þarna. Líka sýndu menn myndir úr gömlum ferðum sem m.a. sýndu manni að það er aldrei of varlega farið í þessum ferðum. Svo heldu menn áfram og mikið var spjallað um jeppa, ferðir, tæki, dót og tölvur. Allt saman afskaplega nördalegt en gaman samt. Reyndar fóru menn missnemma að sofa, sumir þó fyrr en aðrir. Það var svo fæst sig yfir á gang og svo enduðu við í D.M. partý hjá Halla. Það var svo farið einhvern tíma undir morgun að heilsa upp á Óla Lokbrá.
Maður skreið svo á lappir um hádegisbil á sunnudeginum. Það var svo allt hefðbundið við þann morgun þ.e. morgunmatur, messa og að sjálfsögðu Mulleræfingar. En ekki hvað. Eftir tiltekt og öllu sem því tilheyrir fóru menn að verða ferðbúnir að vísu var Willy kominn á felguna en ekki mikið mál að redda því. Eftir að hafa þrifið hátt og lágt var lagt aftur á stað og nú með stefnuna á höfuðborgina með viðkomu í nýlenduvöruverzlunni í Árnesi. Það var svo sullað í uppistöðulóninu á ferð okkar upp á þjóðveg og haft gaman af. Fljótlega eftir að við komum upp á þjóðveg ákvað Birkir að spara bensín og hengdi sig aftan í Arnór. Við bræðurnir brunnuðum hins vegar í Árnes. Þegar við renndum í hlað við nýlenduvöruverzlunina í Árnesi voru Flubbarnar að leggja lokahönd við að dæli lofti í Tvistinn og þar var líka Halli. Við komum svo og endurheimtum loft í belgmikla hjólbarða Willy. Fljótlega komu svo Arnór með Birki og skrautfjöðrina á milli. Þarna ákvað litli Stebbalingurinn að tími væri kominn á ís og skundi inn í nýlenduvöruverzluna til að verða sér úti um íspinna. Þegar inn var komið blasti við manni þvílíka fegurðinn hjá heimasætunni í nýlenduvöruverzluninni í Árnesi og þegar það spurðist út hópuðust menn inn til að verzla epli og aðrar nýlenduvöru. Það er ekki slæmt að hafa svona afgreiðslustúlkur við kassann, eykur bara innkomuna. Eftir að vera tæplega verið búinn að jafna sig á þessari nær guðdómlegri fegurð kvöddu Flubbarnir og Halli. Ég var svo í samfloti með Arnóri og hinum ameríska alveg þanngað til við komum í Kambana þá hafði maður ekki þolinmæði að vera á eftir þeim þarna upp og tók framúr þeim, þo svo að við höfðum náð góðum ferðahraða fram að því. Eftir mjög svo tíðindalausan þjóðvegaakstur komum við í bæinn rúmlega 16:00. Mikið er langt síðan að maður hefur komið svona tímanlega til síns heima.
Að lokum vill jeppadeild V.Í.N. þakka fyrir sig og ferðafélögunum fyrir góða ferð. Þó svo að upphaflega áfangastað hafi ekki náð. Það er bara ástæða til að reyna aftur.
Kv
Jeppadeild V.Í.N.
E.s Að lokum er rétt að minna allar gjafvaxta snótir á kjöraldri (skv lesenda könnun Gallup er stór lesendahópur) að en er laust í skíða- og menningarferð til Agureyris 24-27.feb n.k. Gott tækifæri að sjá drengi á öndverðum þrítugsaldri, hegða sér eins og kvartvitar.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)