föstudagur, febrúar 16, 2007
Agureyrichferð 2007
Það þarf vart að taka það fram að V.Í.N. er félag mikila hefða og sjálfsagt þekkja flestir hefðir eins og fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð, Snæfellsjökull á sumardaginn fyrsta, jól og páskar, að ógleymdum ammælum o.þ.h. Ein af þessum órjúfanlegu hefðum er náttúrulega skíða-og menningarferð til Agureyrich í marz. Reyndar er svo komin líka hefð á upphitunarferð til Agureyrich um haust svona til að kanna aðstæður og hverning landið liggur fyrir aðalfundinn sem haldinn er á sama tíma og skíða-og menningarferðin hin eina og sanna.
Rétt eins og eftirtektarsamir lesendur hafa án efa tekið eftir hérna var komin opinber dagsetning á Skíða-og menningarferð til Agureyrich 2007. Rétt eins og sjá má á döfunni hér til hægri, alltaf jafn ljúft að benda fólki til hægri, er dagsetning 15-18.marz n.k. Það verður því eftir mánuð sem fólk verður norðan heiða að renna sér í snæviþökktum hlíðum Hlíðarfjalls (vonandi). Þegar svona stutt er í hátíðina er alveg kominn tími á smá upphitun sem verður reyndar haldið áfram eitthvað næstu daga svo.
Varla getur það talist slæm upphitun að byrja á upphitun á fyrstu upphitnarferðinni í nóv.2005. Þær myndir er hægt að nálgast hér.
Með von um að sem flestir sjái sér fært að mæta í skíða-og menningarferð til Agureyrich 2007 og ræða þar önnur mál á aðalfundinum.
Kv
Skíðadeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!