miðvikudagur, mars 21, 2007

100 dagar

100 dagar!!! Nú kunna sjálfsagt einhverjir að smyrja sig að því:,,Ha, 100 dagar? Í hvað?´´ Jú, því er auðsvarað með því að horfa hér til hægri má sá teljara sem sýnir töluna 100 og í Mörkina. Mikið rétt hér að auðvitað verið að tala um Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2007. Það er svo sannarlega farið að styttast í gleði mikla.
Þessi tala 100 er mögnuð því þetta er síðasta, nú eða fyrsta, þriggja stafa talan. Á morgun verða svo 99 dagar sem er frábært því þá er dagafjöldinn kominn í tveggja stafa tölu. Í tilefni þess munu 99 rauðir loftbelgir fara frá höfuðstöðum V.Í.N. og halda sem leið liggur inn í Þórsmörk þar sem karmellum verður dreift í tilefni þessara tímamóta. Svo er annað sem er líka ótrúlegt en það er að eftir viku verða bara 93.dagar í Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð.

Nú skal hætt þessu bulli og í tilefni þessara 100 daga skal birta lista. Listinn góði hefur einu sinni áður verið birtur og hefur hann ekkert breyst síðan þá. Þið vitið svo hvernig komast má á lista hinna staðföstu hafi menn áhuga á slíku á annað borð. Eða fyrir farartæki sín.

Fólkið:

Stebbi Twist
Adólf

Bílar:

Willy
Framsóknarflokkurinn

Kv
Sjálfskipaður miðhópur skemmtinemdar

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!