miðvikudagur, ágúst 26, 2015

Kippt úr Snörunni



Þegar flestir voru svona við það að ná úr sjer draugum Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð ákvað hjóladeildin að hjóla úr sjer þynnkuna í Snörunni. Hittingur var við gasstöðina við Rauðavatn. En þar voru saman komnir:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Maggi á Móti á Merida One Twenty 7.800
Matti Skratti á Specialized Enduro Expert Carbon
Gunni Sig á Trek GF Superfly 100
Bubbi Flubbi á Specialized Fat Boy

Síðan sáu Breska Heimsveldið og Japanska Keizaradæmið um að koma oss á réttar slóðir.

Veður var þetta kveld með ágætum og ætíð gaman að hjólast Snöruna. Er vjer vorum á bakaleiðinni þ.e eftir að hafa gjört stuttan stanz við Okruveituskálann hittum við á hóp frá Tind m.a þar var Emil í Kríu með í förum. Þau buðu oss að slást með í för sem og við gjörðum. Varð úr hið sérdeilis aldeilis prýðilegasta kveld og góður hjólatúr.

Sé vilji fyrir hendi má skoða lélegar símamyndir frá kveldinu hjer


Kv
Hjólaheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!