mánudagur, ágúst 24, 2015

Helgin: Laugardagur



Laugardagurinn rann upp og eins og málin hafa þróast þegar kemur að fystuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð þá eru flestir komnir á ról fyrir hádegi og það jafnvel vel fyrir hádegi.
En þennan veðurdag var veður með ágætum og enn og aftur sannast það að veðurfræðingar ljúga öllum stundum. En það var ýmislegt sem fólk gjörði sjer til dundurs. Eldri Bróðirinn ásamt Steina í Everest og Dísu skelltu sjer í hjólheztatúr á meðan aðrir létu sjer göngutúr duga.
Vjer litla fjölskyldan á H38 skelltum oss í rölt ásamt Hólmvaðsklaninu, Bubba Flubba&Co og Brekku-Billi. Við örkuðum sem leið lá upp á Réttarfell og þar upp nutum vjer útsýnis ásamt leiðsögn Bubba á jarðfræði svæðisins. Ekki amalegt það. Svo var bara rölt niður og má segja að Réttarfell hafi verið eins konar útúr dúr af Básahringnum.
Þegar niður á flötina góðu var komið var barasta farið að gjöra kveldmatinn klárann og auðvitað var svona árshátíðargúmmulaði eða þannig. Síðan tók bara brennan við og eitthvað eftir það.

En amk þá eru myndir til frá deginum og eru þær komnar á lýðnetið. Það má skoða afraksturinn hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!