þriðjudagur, ágúst 25, 2015

Helgin: Messudagur



Fysti dagur nýrrar viku rann upp og fólk skreið á fætur eins og gengur og gjörist. Svona eðli málsins skv var þetta brottfarardagur og því fór fólk að tína saman föggur sínar svona hist og her. Þetta var reyndar ágætur dagur og veður helst fínt en alltaf var einhver rigning í loftinu sem aldrei kom þó amk ekki áður en fólk náði að pakka. Þegar allt var komið niður og inní bíl. okkar tilfelli Konung jeppana, var haldið að indjánatjaldinu þar sem Bubbi Flubbi bauð upp á grill og pulzur. Var slíkt vel þegið svona rétt áður en vjer yfirgáfum Goðaland. Heimför gekk vel og eftir að komið var yfir Steinsholtá tók húsfreyjan á H38 við stýrinu og ók sem leið lá á Hvolsvöll. Fátt svo sem markvert var í gangi þennan dag enda allir orðnir svo stilltir og dannaðir

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!