föstudagur, ágúst 21, 2015

Helgin: FlöskudagurÞó að það sé nokkuð um liðið þá er það auðvitað ekkert of seint að ætla sjer að segja aðeins frá Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammæliferð þetta árið.
Rétt eins og kom nokkrum sinnum fram við birtingu skráningarlistum hjer á vormánuðum þá var þetta 20 ára ammælisferð V.Í.N. fyrstu helgina í júlí. Sum sje Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð V.Í.N. er eldri en (drykkju)menningarnótt R-listans. Það er Guðmundur Magni Ásgeirsson. En hvað um það

Það voru Twist fjölskyldan á Konungi jeppanna ásamt Yngri Bróðirnum og fjölskyldu sem komu fyrst á staðinn. Vjer komum oss bara fyrir á flötinni í góðu og veður með ágætum. Eftir að hafa komið sjer fyrir var farið að huga að kveldmat. Svo tóku hinir ýmsu gildu limir að týnast inn svona eftir því sem leið á kveld og líka viðhengi. En á eftir oss komu

Bergmann með fullt af fylgdarliði
Brabrasonurinn en sleppti tjaldvagninum þetta árið
Eldri Bróðirinn og Brekku-Billi
Bubbi Flubbi&Co
síðan að lokum Steini í Everst ásamt spúzzu sinni Dísu

Fólk kom sjer bara fyrir og síðan var bara spjallað og sötrað öl fram eftir kveldi allt svona frekað dannað. Amk var engu skilti stolið þetta flöskudagskveld.

En alla vega þá má skoða myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!