mánudagur, júlí 06, 2015

JaðarmenningSunnudaginn fyrir tveim vikum kom loks sumarið. Í tilefni þessi var tekin sú skyndiákvörðun hjá VJ og Litla Stebbaling að skella sér eina buna í Jaðrinum. VJ bauðst til að útvega sjálfrennireið og bílstýru uppeftir og var það vel þegið. Þau renndu svo hjer við á H38 og var þá hjólagrindinni skellt á dráttarkúluna og önnur Merídan þar á. Ekið var svo sem leið lá í átt að Bláfjöllum svo á réttum stað fóru Stebbalingurinn og VJ úr sjálfrennireiðinni og tóku fram hjólheztana. HT brunaði svo í burtu í dísel mekki og skildi tvo litla hrædda stráka eftir. En það var ekkert annað að gjöra en bara koma sér af stað og rúlla niðureftir. En áður en lengra er haldið er bezt að halda í gamlar hefðir og telja upp þá sem þar voru á ferðinni en þar voru:


Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
VJ á Merida One Twenty 7.800

og sá HT um að koma oss uppeftir á Togaýta Ladycruiser í eigu þeirra hjónaleysa


Kannski má segja að helsta vandamál þessa dags hafi verið hiti og sól því oss gátum amk ekki kvartað undan kulda né vosbúð. Skaflarnir höfðu minnkað eitthvað frá síðast en voru samt alveg á sínum stað. Alltaf gaman að sjá snjó og ekki ber að kvarta undan því. Ferðin gekk amk vel og auðvitað var þetta frekar mikið gaman. Við komum svo niður í Lækjarbotna og alltaf er verið að bæta leiðina sem er auðvitað bara vel. Tökum svo smá leikaraskap í Lubbunanum en þar sem Stebbalingurinn var á leið til vinnu um kveldið var kannski ekki tími til mikila fíflaláta. En við hjóluðum svo bara sem leið lá heim með við komu í eyjunni í Elliðaárdalnum hjá gömlu rafstöðinni.

En fyrir áhugasama má skoða myndir frá túrnum hjer

Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!