fimmtudagur, júlí 09, 2015

Agureyrish: LaugardagurUpp rann laugardagur og bezt að monta sig af því að við gátum sofið út eða næztum því til 11 um morguninn. Ekki amalegt það. En það sem var á planinu þennan dag, fyrir utan veizluhöld, var að skella sér litla Eyjafjarðarhringinn á hjólheztum.
Eftir morgunmat, messu og mullersæfingar var lítið annað gjöra en að skella sér á hnakkinn og stíga svo á sveif. Við fórum sem leið lá frá Tröllagilinu í átt að Kjarnaskógi í gegnum Naustahverfið. Við komum svo niður á þjóðveg neðan við Kjarnaskóg og þaðan var eiginlega bara beinn og ,,breiður" vegur suður í Hrafnagil. Þar var tekinn stuttur stanz og myndað við heztagerðið eins og sjá má. Sem og voru nokkrar fleiri myndir teknar þar. Síðan var bara haldið sem leið lá fyrst austur á boginn og svo í norðurátt. Þetta er hinn prýðilegasti hringur amk við þær aðstæður sem við voru í. Síðar um daginn tók svo við kaffisamsæti og grill um kveldið. Annað merkilegt gjörðist ekki þennan dag,

Amk má sjá myndir frá deginum hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!