föstudagur, júlí 10, 2015

Agureyrish: MessudagurÞá rann upp messudagur og það þýddi burtfarardagur. Við tókum því reyndar bara frekar rólega og vorum svo sem lítið sem ekkert að flýta oss úr bænum. Vjer leyfum bara Skottu að taka lúrinn sinn og þar sem vjer vissum líka að umferðin væri þung suður á boginn lá heldur ekkert á.
En ekkert svo sem merkilegt eða áhugavert var gjört á leiðinni og einungis steindauður þjóðvegaakstur. En toppurinn á ferðinni var stórglæsilegur International Harvester Scout sem varð á vegi oss í pizzustanz í Varmahlíð sem og að sjá gufuskipið Hval eitthvað sigla út Hvalfjörðinn. Já stundum þarf lítið til að gleðja mann og gjöra góðan dag betri

En allavega er hægt að skoða myndir frá heimferðinni hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!