miðvikudagur, júlí 30, 2014

What to do on Verzló



Það er orðið alltof langt síðan eitthvað hefur heyrst á þessum vettvangi. Þá er bara að bæta úr því hið snarasta.
Verzlunnarmannahelgin er framundan líkt og mörg fyrri ár þegar fyrsti mánudagurinn í gústa lendir mánudegi eins og nú í ár.
Ekki það að búast megi við miklum viðbrögðum en einhverstaðar segir að miði sé möguleiki svo þá er bara að taka þátt. En stóra smurningin er sú hvað gildir limir hafa hug á að gjöra um komandi helgi. Amk stefna Litla fjölskyldan á H38 og stórfjölskyldan í Hólmvaðinu að leggja dekk undir fót. Eftir því sem spámenn ríksins halda fram þá er líklegast að vesturhlutinn verði fyrir barðinu en þó gæti maður allt eins endað á Suðurlandinu.
Alla vega þá væri gaman að heyra frá fólki hvað það hefur hug hvort sem það er ættarmót, bústaðaferð eða bara eitthvað allt annað.

2 ummæli:

  1. ég verð í Villingadalnum og væruð þið velkomin í kaffi ef þið ættuð leið framhjá ... annars er ég líka að bíða eftir myndum og fréttaskoti frá fyrstuhelginniíjúlí

    SvaraEyða
  2. Þakka gott boð en við enduðum á suðurlandinu.
    En annars stilltu þig gæðingur þetta er allt að fara í vinnslu nú þegar maður er kominn heim úr sumarfríi

    SvaraEyða

Talið!