fimmtudagur, júlí 03, 2014

Hjólað í Reykjadal


Eins og sjá má hér var ætlunin að hjólheztast í Reykjadal og skella sér þar í hið árlega árshátíðarbað í gærkveldi.
Það voru fimm einstaklingar sem lögðu af stað upp á heiði frá Norðlingaholtinu en þar voru á ferðinni

Stebbi Twist á Cube
Danni Djús á Scott

Gráni gamli um að ferja oss

Bergmann á Merida
Maggi á móti á Gary Fisher
Sigurgeir á móti á Trek GS

og sá Silfurrefurinn um að koma þeim á áfangastað

Sum sé Danna Djús var skipt inná fyrir VJ frá Jaðrinum.

Við komum upp á heiði og er búið var að koma einum bíl til Hvergigerði var hægt að hjóla afstað. Það gekk bara með ágætum og er beygt var útaf veginum og út í árfarveginn var minni drulla og þurrara en menn höfðu reiknað með. Þegar komið var í Reykjadal hófst leitin að hentugum baðstað. Lækurinn neðan við var bara skítkaldur svo það var bara skellt sér í ,,heita" lækinn og skíturinn þar skolaður burt. Allir sem það á við orðnir hreinir og fínir fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2014.
Er menn voru komnir uppúr og farnir að koma sér niður á við tók Djúsinn góða byltu, setti framdekkið á kaf í drullu, fór fram fyrir sig okkur öllum til mikillar skemmtunnar. En svo gekk nú niðurferðin í Hvergigerði bara eins bezt verður á kosið. Allir komust niður og náðu að smúlla hjólheztana sína þrátt fyrir að bara ein slanga á öllu þvottastæðinu hafi verið í nothæfu ástandi. En þrátt fyrir fyrir það voru allir sáttir með gott kveld og góðan hjólatúr.
Séu einhverjir áhugasamir þá má skoða myndir frá kveldinu hér

Kv
Hjóladeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!