fimmtudagur, júlí 03, 2014
Hjólað í Reykjadal
Eins og sjá má hér var ætlunin að hjólheztast í Reykjadal og skella sér þar í hið árlega árshátíðarbað í gærkveldi.
Það voru fimm einstaklingar sem lögðu af stað upp á heiði frá Norðlingaholtinu en þar voru á ferðinni
Stebbi Twist á Cube
Danni Djús á Scott
sá Gráni gamli um að ferja oss
Bergmann á Merida
Maggi á móti á Gary Fisher
Sigurgeir á móti á Trek GS
og sá Silfurrefurinn um að koma þeim á áfangastað
Sum sé Danna Djús var skipt inná fyrir VJ frá Jaðrinum.
Við komum upp á heiði og er búið var að koma einum bíl til Hvergigerði var hægt að hjóla afstað. Það gekk bara með ágætum og er beygt var útaf veginum og út í árfarveginn var minni drulla og þurrara en menn höfðu reiknað með. Þegar komið var í Reykjadal hófst leitin að hentugum baðstað. Lækurinn neðan við var bara skítkaldur svo það var bara skellt sér í ,,heita" lækinn og skíturinn þar skolaður burt. Allir sem það á við orðnir hreinir og fínir fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2014.
Er menn voru komnir uppúr og farnir að koma sér niður á við tók Djúsinn góða byltu, setti framdekkið á kaf í drullu, fór fram fyrir sig okkur öllum til mikillar skemmtunnar. En svo gekk nú niðurferðin í Hvergigerði bara eins bezt verður á kosið. Allir komust niður og náðu að smúlla hjólheztana sína þrátt fyrir að bara ein slanga á öllu þvottastæðinu hafi verið í nothæfu ástandi. En þrátt fyrir fyrir það voru allir sáttir með gott kveld og góðan hjólatúr.
Séu einhverjir áhugasamir þá má skoða myndir frá kveldinu hér
Kv
Hjóladeildin
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!