sunnudagur, febrúar 03, 2013

Sumarútilegan 2013Þeir sem glöggt muna þá var stungið upp á því hér að halda sumarútileguna 2013 á Steinsstöðum í Skagafirði dagana 14-17.júní n.k svo líka imbrað á því hér. Bara svona rétt til að minna fólk á þennan atburð koma hér nokkur orð niður á lýðnetið. Það væri gaman að fjölmenna þarna þessa helgi og eiga góða V.Í.N.-helgi. Aðstæðan þarna er til fyrirmyndar þar sem hægt væri að borða innanhús ef veðurguðirnir verða okkur hagstæðir. Svo er líka sundlaug á svæðinu með góðu útsýni yfir á Mælifellshnjúk úr heitapottinum. Nú er bara um að gjöra fyrir fólk að leggja höfuðið í bleyti, verzla sér skagfirskan mjöður og finna upp á einhverju sniðugu til að gjöra. Allar hugmyndir eru velþegnar. Hef nú ekki hugmyndaflug til að hafa þetta lengra í þetta skiptið.

Kv
Nemdin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!