Jæja þá er komið að fyrsta lista fyrir Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð 2013 þessa mánaðar. Það er vel! Líka þýðir þetta að nú einum mánuði styttra í Gleðina heldur var fyrir mánuði síðan þegar skráning hófst. Allt að gerast og klukkan er. Nú byrjun vikunnar kom nýr V.Í.N.-verji í heiminn og að sjálfsögðu er stutta komin á listann góða.
Það er treyst á það að fólk sé að stunda undirbúning af fullum krafti. Amk gengur sú saga um bæinn að all nokkrir V.Í.N.-liðar ætli að skunda í bústað í apríl mánuði sem hluta af undirbúning. Byggja upp þrek og þol ásamt því að æfa sig í grillmennskunni. Jæja en hvað um það. Bezt að koma sér að máli málanna þessa vikuna:
Ungir og gamlir:
Eldri Bróðirinn
Stebbi Twist
Krunka
Stúlka Twist
Brekku-Billi
Bergmann
Frúin
Erfðaprinsinn
Gosi
Stál og hnífur:
Willy
Brútus
Gullvagninn
Eins og sjá má er að koma myndarhópur sem á bara eftir að fara stækkandi. Tala nú ekki um eftir að það verður búið að fara í fyrstu undirbúnings-og eftirlitsferðina í Bása á Goðalandi þetta árið. Höfum þetta ekkert mikið lengra þessa vikuna og heyrumst að viku liðinni
Kv
Skráningardeildin
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!