þriðjudagur, nóvember 20, 2012
Upphífingar
Jæja, þessi blessaða síða er nú ekki alveg dauð úr öllum æðum þrátt fyrir lítið líf síðustu vikur. En það á sér svo sem sínar skýringar. En hvað um það
Nú síðasta laugardag var Litli Stebbalingurinn boðaður á þyrluæfingu með Gæzlunni og undanförum, svona sem undanrenna. Þetta er kannski ekki beint tengt V.Í.N. en amk einn gildur limur var þarna á ferðinni.
Flugferðin var ekki svo sem löng en farið var upp á Sandskeið og teknar þar nokkrar upphífingar og svona almenn umgegni í kringum þyrilvængju. En gaman var að því í norðanáttinni og ef einhver er áhugasamur má skoða myndir hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!