fimmtudagur, júlí 02, 2015

Öskurhlíðin



Nú þegar Bláalónsþrautin var að baki þá þurftu menn að hjóla sig aðeins niður og því þótti það kjörið að skella sér í Öskjuhlíðina í Reykjavík og leika sér aðeins þar.  Þeir eða öllu heldur þau sem komu þarna saman til leika aðeins voru:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
Eldri Bróðirinn á Merida One Twenty 7,800
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800
VJ á Merida One Twenty 7.800
Bubbi á Specialized Fat Boy
Steini í Allraefst á Wheeler R.A.M.P.34
Frúin hanz Steina í Allraefst á óskilgreindu hjóli

Það var farið þvers og kruss um alla Öskjuhlíð og haft gaman af. Einn skugga bar þó á ferðina en Eldri Bróðirnum tókst að slasa sig, kemur á óvart, en hann datt af rampi og lenti á vinstri öxlinni og fékk bágt. Ekki gaman að því en vonandi jafnar kauði sig sem fyrst og geti komið út og farið að hjóla

En sé áhugi fyrir hendi þá má skoða myndir frá þessu kveldi hjer

Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!