miðvikudagur, júlí 08, 2015
Agureyrish: Flöskudagur
Núna síðustu helgina í júní þurfti maður að sinna skyldunni því það var sextugsammæli hjá föður hennar Krunku þá helgi. Ekki er svo sem ætlunin að segja frá því í smáatriðum. En hvað um það
Vjer lögðum í´ann rétt eftir hádegi á flöskudeginum og með tvo hjólhezta á toppnum. Þessa helgina var ætlun in að gefa fjallahjólunum frí og voru því racerinn og cyclocrossinn með í för á toppnum, Síðan rétt eftir hádegi á flöskudag var lagt í´ann úr bænum þennan sólríka föstudag
Svo að svona gömlum vana þá er auðvitað ætlunin að telja upp hverjir voru á ferðinni og á hverju. En þarna voru á ferðinni:
Stebbi Twist
Krunka
Skotta Twist
og sá Pæjan um að koma okkur á milli landshluta.
Síðan voru með í samfloti aldraðir foreldrar Stebbalings á Ford Focus
Óhætt er að fullyrða að sumar var komið þessa helgi. Sól alla leið og frábær fjallasýn. Skotta sofnaði svo fljótlega eftir komið var útfyrir bæjarmörkin og vaknaði eigi fyrr vjer vorum komin framhjá Staðarskála. Því varð úr að gjöra stanz í Víðihlíð. Þar eru komnir nýjir rekstaraðilar og því ákveðið að taka það út. Í Víðihlíð fengum við topp þjónustu og var súpa dagsins, sveppasúpa hin sæmilegasta, mæðgurnar fengu sér kjetsúpu og síðan sá síðasti skellti sér á kotilettur. Allir voru vel sáttir með sína máltíð og óhætt að mæla með stoppi þarna. Ekki er síðan úr vegi að amk annar rekstraraðilinn er úr Breiðholti. Það eru góð meðmæli.
Eftir að allir voru mettir var haldið áfram sem leið lá og framundan var hin leiðinlegi og endalausi Langidalur. En bót í máli var að alltaf helst blíðan. Er rennt var í Varmahlíð þurti að gjöra þar stuttan klósettstanz. Eftir að allir sem það þurftu höfðu létt af sér beið bara höfuðstaður norðausturlands oss. Ekki var nú minni blíða þar en annars staðar á leiðinni. Ótrúlegt en satt. Þar tók við svona hitt og þetta en þegar öllu því var lokið gat Litli Stebbalingurinn hent sér í verkefni kveldsins sem var að skella sjer á hjólhezti upp í Hlíðarfjall eða amk að Skíðahótelinu.
Það var því skellt sér í spandexið, vatn í brúsa og stígið á sveif upp á við. Uppferðin gekk bara vel og verður að segjast að þetta var auðveldara en Stebbalingurinn hafði haldið. Þó svo að ekki hafi verið farið hratt upp en upp komumst menn. Eftir smá pásu uppfrá og myndatökur var lítið annað að gjöra en að koma sjer aftur niður og láta bara Newton um meztu vinnuna. Niðurferðin var skemmtileg en kannski fór maður ekki eins hratt niður og maður hélt, manni finnst þessar bremsur eitthvað svo daprar m.v á fjallahjólinu og sjálfsagt skortir smá þor en það kemur. En þegar öllu er á botninum hvolft þá er þetta hörkuskemmtun og má alveg mæla með þessu. Gott brekkuklifur skilar sjer oftast í niðurferðinni. Þegar niður var komið verðlaunaði maður sig með einum köldum og hressandi svona fullorðins svaladrykk.
Hafi einhver áhuga má skoða myndir frá deginum hjer
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!