þriðjudagur, júlí 07, 2015

Í snörunni



Nú einn góðan mánudag í síðasta mánuði var ákveðið að skella sér í Snöruna. Það voru 4 sálir sem voru saman komnir í Hólmvaðinu en þar voru:

Stebbi Twist á Merida One Twenty 7.800
VJ á Merida One Twenty 7.800

og sá Pæjan um að ferja þá kauða uppeftir og til baka

Bergmann á Merida  One Sixty 7.900
Maggi á móti á Merida One Twenty 7.800

Og sá Silfurrefurinn um að koma þeim köppum fram og til baka


Við rúlluðum svo af stað en ekki byrjaði það vel því er komið var á slóðan voru menn ekki alveg vissir hvort það ætti að fara hægri eða vinstri. En að lokum var að sjálfsögðu farið til hægri. Svo var hjólað upp og niður, hjólin borin upp og allt það. Svo áður en vjer vissum af vorum við kominir að skála Orkuveitu Reykjavíkur þar sem var nýbúið að bera á pallinn þann. En er þangað var komið hnikruðum vjer eftir Gunna Sig eða bara Gusa en þar birtist kallinn á sínu Trek GF Superfly 100. Alltaf gaman að hjóla í góðra manna hóp. Vjer heldum svo bara áfram sem leið lá upp í þokuna en með þó nokkrum ,,hindrinum" á leiðinni en ekkert sem stoppaði oss þó við þurftum að stíga af hjólunum við þær athafnir. En hvað um það. Er vjer vorum undir Vörðuskeggja þá birti til og við fórum skyndilega að sjá eitthvað, það var mögnuð sýn. En alla vega svo var ekkert annað að gjöra nema hjóla áfram uns komið var að því að hjóla niður til þess að koma inn á Nesjavallaveg þar sem maður leggur alltaf farartækjunum þegar gengið er á Hengill. Við komum svo til baka að bílunum einhverntíma langt eftir miðnætti og allir sáttir ef magnaðan hjólatúr það kveldið

Sé nenna hjá einhverjum má skoða myndir frá kveldinu hjer


Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!