fimmtudagur, maí 07, 2015

Páskar: Messudagur



Er ekki kominn tími á að reyna að klára gjöra upp páskatúrinn 2015 hjá Litlu fjölskyldunni á H38.
En alla vega við risum úr rekju einhverntíma á páskadagsmorgun og þegar allir voru búnir að öllu og klárir í sitt var haldið upp í fjall. Rétt eins og á flöskudeginum á undan var byrjað á því að fara á Töfrateppið með Skottu í ca klst eða svo. Þar hittum við aðeins á Auði og Áskötlu. Eftir að hafa komið Skottu aftur niður í kaupstaðinn var haldið upp í fjall en á leið oss í stólinn rákumst við á Hlyn nokkrun Stefánsson, einn af ,,V.Í.N. the founding fathers". Gaman að því.

Ekki var mikið um manninn þennan páskadag og er það bara vel. Amk við sem vorum í fjallinu þann daginn græddum bara á því. Við hittum svo aftur fyrir Stebba Geir og svo líka Jökla-Jolla, tökum svo eina eða tvær ferðir í samfloti við þá heiðursmenn en þó í sitthvoru lagi. Síðan lauk bara deginum og það lokaði í fjallinu.
Um kveldið var svo bara almenn róleg heit og sötrað á páskabjór.

En nenni einhver þá má skoða myndir frá páskadag hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!