fimmtudagur, maí 14, 2015

Helgafellið hjólað



Einn sunnudagsmorgun í síðasta mánuði var ákveðið að skrölta upp á Helgafell til þess auðvitað að hjóla niður aftur. Við vorum nokkrir þennan dag eða þarna á ferðinni voru:

Stebbi Twist á Merida
VJ á Merida
Bergmann á Merida
Matti Skratti á Specialized


Eins og áður var tölt upp á Helgafell og stuttu eftir að við toppuðum kom Skrattinn í annan skiptið á toppinn þann daginn. Eftir hafa kvittað fyrir oss í geztabók fellsins var hnakkurinn settur í lægstu stöðu og látið sig gossa niður. Þennan daginn tókst Litla Stebbalingnum að sitja lengur og meira en síðast. Allt sum sé að koma með kalda vatninu. En við fórum niður hrygginn sem liggur norðan megin í Helgafelli. Við rúlluðum bara eina ferð, nema Skrattinn sem fór tvær, en góð var hún engu að síður og skemmtilegur morgun í góðum hóp

En myndir frá þessum messudagsmorgni má sjá hjer

Kv
Hjólhestadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!