þriðjudagur, maí 19, 2015

4XHelgafell



Einn góðviðrisdag í lok aprílmánuðar skruppu Litli Stebbalingurinn og Matti Skratti út að hjóla. Valið þarf varla að koma á óvart en haldið var á Helgafell.
Eins og fram kom hjer að ofan voru á ferðinni:

Stebbi Twist á Merídunni
Matti Skratti á Sjerstökum, þó ekki saksóknara

Það sem helst má teljast til tíðinda með þessa Helgafellsför oss var að við tökum fjórar ferðir upp á Helgafell og rúlluðum því líka fjórum sinnum niður. Það var bara gaman en tók líka alveg á. Það sem til tíðinda má segja er að undirritaðum tókst í þriðjuferð að hjóla alla leið niður. Svo þetta er allt að koma ásamt því að Skrattinn brá líka aðeins á leik. En hvað um það

Sje áhugi til staðar þá má skoða myndir frá deginum hjer

Kv
Hjólheztadeildin

1 ummæli:

Talið!