þriðjudagur, maí 12, 2015

Nýja hjólið vígt



Þegar Litli Stebbalingurinn var búinn að taka við nýja hjólheztinum frá Bergmann var auðvitað lítið annað að gjöra en fara út á völlinn og nýja kvikindið. Löngum hefur þótt auðvelt að plata skráarritara í vitleysu og ekki var undantekning á því einn dag síðarihluta aprílmánaðar s.l.
Matti Skratti stakk upp því að skella oss á Helgafell en það var vel við hæfi þar sem þá fengi maður samanburðinn á fara fellið á All mountain hjól annars vegar og síðan Hardtail hjóli. En slíkt var reynt tvisvar síðasta haust.

Eftir að hafa komist upp á topp Helgafells svona mezt megnis með hjólið á öxlunum var bara að lækka hnakkinn og láta sig rúlla niður.
Já, þvílíkur munur m.v hardtail hjólið. og mikið fjári var þetta skemmtilegt þrátt fyrir að þorið hafi kannski ekki verið mikið en það kemur. Við fórum svo niður hrygginn norðanmegin í fellinu og þótti það heldur bratt en það kemur. Amk er óhætt að segja að þetta hafi verið fáranlega skemmtilegt og vonandi á maður eftir að fara oft þarna í sumar

En auðvitað var myndavélin með í för og nenni fólk að skoða má sjá afraksturinn hjer

Kv
Hjólheztadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!