laugardagur, október 11, 2014

Stykkishólmur: Beinagrind í Berserkjahrauni



Það var þá runninn upp laugardagur. Þann dag hafði verið sett á plan smá hjólheztahringur en sá átti að verða um Helgafellssveit og síðan í gegnum Berserkjahraun. Dagurinn byrjaði reyndar óskap hversdagslega eða með ferð í nýlenduvöruverzlun. Svo tók bara við undirbúningur fyrir hjólheztaferð sem aðallega fólgst í því að skipta um föt.

En allavega þá var stígið á sveif um sveitina og vel hægt að mæla með þessum hring og þá sérstaklega kaflanum í gegnum Berserkjahraun. Svo er líka skemmtilegt að horfa út á Breiðafjörðinn frá Helgafellssveit og ekki skemmir að hafa Drápuhlíðarfjall og Bjarnarhafnarfjall svona sitthvoru megin við sig. Sum sé skemmtilegur en ekki krefjandi hjólheztatúr á laugardegi.

Þegar var svo komið aftur í Hólminn þar sem fólk gjörir stykkin sín var vel við hæfi að skella sér í sund. Enda laugardagur og á laugardögum laugar fólk sig skv gamalli íslenzkri hefð. Þarf vart að fara mörgum orðum um sundlaugina í Stykkishólmi því hún ætti að vera flesum gildum limum að góðu kunn enda held ég bezta sundlauginn á Snæfellsnesi. Eftir laugarferð á laugardegi tók við grill og að sjálfsögðu hjólabjór með.
Kveldið fór svo bara í áhorf á (drykkju)menningarnæturtónleika Rásar tvö sem sýndir voru beint í sjónvarpi allra landsmanna.

En alla vega lagi einhverjum til að skoða myndir frá deginum má gjöra slíkt hjer

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!