miðvikudagur, október 22, 2014
Helgafellið hjólað
Laugardag einn þ.e síðasta laugardag í gústa lét Litli Stebbalinginn, einn góðkunningja V.Í.N. þ.e Matta Skratta, plata sig upp á Helgafell í Hafnarfirði. Kauði lofaði því að þetta væri ekkert mál á hardtail svo maður sló bara til.
Við renndum á bílastæðið við Helgafell og tókum niður hjólin. Mikið var ljúft að hjóla bara að Helgafell en ekki labba. Svo tók brekkan við upp fellið og við bárum hjólin meira upp en að hjóla. Svo fór að rigna en þeir spáðu sól. Eftir venjulegar toppamyndir hófst niðurferð og ekki var langt komið niður á við þegar Stebbalingurinn hrasaði og lenti á móbergs sem leiddi af sér smá rispu. En menn eru ekki frá því að Helgafellið hafið lækkað um nokkra metra við þetta fall. En hvað um það þá minnkaði sjálfstraustið aðeins við þetta svo Matti Skratti hjólaði nú talsvert meira enda á töluvert betri hjólhezt fyrir svona glenz. Engu að síður skiluðu báðir sér niður að bíl sáttir og glaðir með afrek dagsins.
Það sem kom helst á óvart við þetta er hvað þetta tók skamman tíma og náttúrulega hvað þetta var fjandi skemmtilegt
En allavega þá má skoða myndir frá för þessari hjer
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!