miðvikudagur, október 29, 2014
Með snöru um hálsinn
Eins og sjá má hér var jafnvel hugmyndin að taka hjólheztatúr næztsíðustu helgina í sept og þá fara Svínaskarð. En eins og oft vill verða þá verða hlutirnir ekki eins og ætlað var í fyrstu. Það týndist úr þeim sem sýndu áhuga og að lokum stóð Litli Stebbalingurinn einn eftir. Nú þá er ekkert annað að gjöra en að breyta plönum. Við Maggi Andrésar ákváðum að skella okkur í hjólatúr á laugardeginum. Allt í einu var Matti Skratti kominn í hópinn og rétt áður en við fórum eitthvað út í buskann kom kauði með þá hugmynd að hjóla Snöruna. Var það samþykkt samhljóða enda vissum við ekkert út hvað við vorum búnir að láta plata okkur út í. Það voru því þrír sem endu að fara þennan dag en það voru:
Stebbi Twist á Cube LTD SL
Maggi á móti á Gary Fisher Cobia 29
Matti Skratti á Specialized Enduro Evo
Pattinn hanz Matta Skratta sá svo um að koma okkur á upphafs-og lokapunkt
Skemmst er frá því að segja að þetta er snilldar leið. Óhætt að fullyrða að við eigum eftir að fara þarna aftur næzta sumar
En bezt að hafa bara sem fæst orð um þetta og láta myndir tala sínu máli hér
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!