fimmtudagur, maí 19, 2011

Fyrsta útilega sumarsins




Gleðilegt sumar öll sömul.

Þrátt fyrir að sumarið sé eitthvað aðeins að láta bíða eftir sér og sé að seinka sér aðeins þá er hugurinn á Litla Stebbalingnum kominn í tjaldið sem og út fyrir bæjarmörkin.
Það er nú þegar orðið alltof langt síðan að það var haldin almennileg V.Í.N.-útilega þar sem meirihlutinn var samankominn með tjald og grill. Ef ég heyrt þann almannaróm að kominn sé tími á eina slíka og því er ég algjörlega sammála. Því hefur það skotið upp í kolli mínum að blása til einnar nú fyrstu helgina í júní. Já, gott fólk þið lásuð rétt JÚNÍ en ekki júlí (hún kemur seinna). Þetta ku vera dagana 3-5.júní. Mér datt í hug að skella sér bara á Þingvelli því mér m.a langar að hjóla í kringum Þingvallavatn en mikið fleira má svo sem gera af sér. Svo líka er þetta ekkert oflangt frá borg óttans og ætti fólk að geta komið á laugardegi og skiptir þá litlu hvort það tjaldar eina nótt eða mætir bara með fjölskylduna í grillið.
Gaman væri að heyra hvort einhver áhugi sé á þessu og fá að heyra í fólki. Endilega komið með aðrar staðsetningar og allar hugmyndir eru vel þegnar. Þetta væri líka kjörið tækifæri fyrir þá sem sjá sér ekki oft fært að koma að láta sjá sig og sína

Kv
Útilegufólkið

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!