mánudagur, mars 29, 2010

Há kollvik



Þrátt fyrir ógnargöngu upp að gosstöðvunum aðfararnótt laugardagsins þá gerði ,,rest leg syndrom" við sig vart á messudag hjá Litla Stebbalingnum, enda þarf líka að halda áfram með 35 tinda verkefnið. Að þessu sinni var nú enginn ógnarhól var fyrir valinu og skundað var upp á Hákoll í Bláfjöllum. Ekki erfitt fjall en alveg vel þess virði að fara þar upp langi fólk í létta göngu sem endar með góðu útsýni. Það voru tveir einstaklingar sem fóru þar upp en það voru:

Stebbi Twist
Krunka

og Pollý sá um að koma fólki til og frá.

Svona í leiðinni var tekinn stuttur eftirlitstúr um skíðasvæðið en varla hægt að segja að þar sé stutt í opnun en það má lengi halda í vonina.
Alla vega þá gekk ferðin upp á topp vel þrátt fyrir rok og vindkælingu en verðlaunin voru frábært útsýni upp á topp m.a sást gosmökkurinn á Fimmvörðuhálsi ágætlega.
Að venju var myndavélin með í för og má sjá myndir hér

Kv
Stebbi Twist

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!