mánudagur, mars 22, 2010

Vertu mér varða á miðri leið



Rétt eins og hér kom fram þá var ætlunin að hefja 35.tinda verkefni undirritaðs. En það kom síðan smá bobb í bátinn en fyrstu fréttir á laugardagskveldið sögðu að eldgos væri hafið í Eyjafjallajökli að stærðinni Laki. Þá var barasta að pakka niður í snarheitum og brunað sem leið lá um alls konar sveitavegi til að sleppa framhjá lokunum lögreglu aðfararnótt sunnudag í þeirri von um að sjá eitthvað eldgos.
Tókst að komast á Hellu en þar var ágætisútsýni og þótti ekki ástæða að halda lengra að sinni.Það tókst að sjá bjarma um nóttina en eftir fína vist í Pollý sást heldur minna á messudeginum. Svo það var bara farið að huga að því að arka á Vörðufell en maður hafði engu að síður alltaf Eyjó í augsýn ef eitthvað skyldi gerast.
Skemmst er frá því að segja að tveir toppuðu síðan Vörðufell í smá roki en ekkert sem heitið getur. Þeir sem þarna voru á ferðinni voru:

Stebbi Twist
Krunka

og sá Pollý um samgöngur.

Eftir göngu var kíkt í sund í Reykholti og endað með smá bíltúr um Suðurland.
Ef einhver hefur áhuga þá er myndir hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!