mánudagur, febrúar 22, 2010

Dagskrá Telemarkfestivalsins

Hið margrómaða og margumtalaða Telemarkfestival verður haldið í Hlíðarfjalli að venju.
Hver sá sem þangað hefur mætt veit að Telemarkfestivalið er eitthvað sem ekki má missa af.

Dagskrá Telemarkfestivalsins er hefðbundin enda óþarfi að breyta því sem alltaf heppnast vel.


Föstudagur 13. mars: Skíðað í flóðljósum og mittisdjúpu.
Laugardagur 14. mars:
Hin alræmda, samhliða svigkeppni setur sitt mark á daginn auk búningakeppni einstaklinga og liða. Svigkeppnin er með útsláttarformi sem gerir hana æsispennandi. Nánari tímasetning á skráningu og starti í keppni væntanleg.
Um kvöldið verður haldið veglegt Telemark-hóf þar sem nóg verður af mat og drykk og dansi. Veglegir vinningar verða dregnir út og verðlaun veitt sigurvegurum í keppnum dagsins. Garðbæingar munu sjá um verðlaunaafhendinguna.
Sunnudagur 15. mars : Skíðað með frjálsum stíl (í mittisdjúpu).

Nákvæmar tímasetningar á einstökum dagskrárliðum munu verða auglýstar er nær dregur.

Til að auðvelda alla skipulagningu þá er mikilvægt að þeir sem ætla að mæta í hófið um kvöldið skrái sig hér á heimasíðu ÍSALP. Ekki er nauðsynlegt að vera meðlimur í ÍSALP til að vera með.
Þeir sem eru ekki meðlimir í ÍSALP þurfa samt að skrá sig inn á ÍSALP síðuna og til að koma í veg fyrir að fá sendan gíróseðil þá er best að skrifa "Telemarkfestival" í athugasemd með skráningunni.
Ef einhverjar spurningar vakna vegna skráningar er velkomið að hafa samband við Sveinborgu/ sveinborg (at) hotmail (punktur) com

tekið af www.ISALP.is

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!