fimmtudagur, september 04, 2008

Kjalnesingasaga



Núna síðasta þriðjudag var V.Í.N.-ræktin á dagskrá í enn eitt skiptið í sumar. Líklegt má nú telja að þetta hafi verið með þeim síðustu dagskrárliðunum þetta sumarið. Sjálfsagt má búast við því að einhverjum gönguferðum og jafnvel einstaka hjólaferðir verði á laugardögum í haust. Svona þegar dauður tími finnst til þess.
En hvað um það. Að þessu sinni var haldið í Esjuhlíðar en þó ekki upp Þverfellshorn. Ekki eins og við því væri að búast. Kerhólakambur lá undir fótum vorum að þeir sem þarna skunduðu upp voru:

Stebbi Twist
Jarlaskáldið
Hvergerðingurinn
Blöndudalur

Uppferð og niðurferð gengu ágætlega og því óhætt að segja að leiðangurinn hafi heppnast. Reyndar voru menn í síðasta fallinu með dagsbirtu að gera en allt fór þó vel. Ef þetta var lokahnykkurinn þá var þetta ágætis endir á góðri V.Í.N.-rækt þetta árið.
Myndir, jú teknar voru myndir og má skoða frá Skáldinu hér og Litla Stebbalingnum má sjá hérna.

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!