mánudagur, september 15, 2008

Nillar



Ripp, Rapp og Rupp létu loks verða að því nú um daginn að mæta á nýliðakynningu og í kjölfarið hafið þjálfun sem björgunnarsveitarhermenn. Fyrsti liðurinn í þeirri þjálfun var núna um síðustu helgi og fólst í því að ganga Heiðina Há, gist var í Ármannsskála í Bláfjöllum og síðan rölt niður í Lækjarbotna á messudag. Þrátt fyrir vætutíð þá lifðu allir þetta af og held megi segja sluppu sæmilega vel heilir frá þessu öllu saman.
Hafi einstaklingar áhuga að sjá hvernig þetta fór allt saman fram má gera það hér.

(Uppfært 16.09.08)

Ekki sökum að spyrja en Skáldið henti inn sínum myndum í gærkveldi og afraksturinn má sjá hér

Kv
Nýliðarnir

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!