mánudagur, júlí 21, 2008

Sjáðu jökulinn loga

23.07.08 Viðbót

Núna fyrr í kveld var haldið aftur á Njáluslóðir í þeim tilgangi að koma Hulk aftur í höfuðborgina og endurheimta handklæði eitt. Þrír hættu sér út á þjóðvegi landsins vopnaðir nýjum afturöxli, topplyklasetti og skralllyklum. Þarna voru á ferðinni:

Stebbi Twist
Raven
Eldri Bróðurinn sem sá um verkstjórn og almenna stjórnun aðgerða

og kom Nasi þeim á staðinn og síðan hluta af hópnum til baka.

Það er skemmst frá því að segja að hvor tveggja hafðist að græja Hulk og koma handklæðinu aftur til síns rétta eiganda. Eftir því sem bezt er vitað er Hulk kominn til síns heima. Leiðréttið mig ef svo er ekki. Allt gekk þokkalega smurt fyrir sig og ekkert óþarfa vesen. Var bara gaman að þessu eftir allt saman. Fyrir þá sem kannski læra eitthvað þá er hægt að skoða myndir hér.
Þannig að Mýrdalsjökulsferðinni er hér með formlega lokið.
Nemdin þakkar fyrir sig




Rétt eins og auglýst var fyrir helgi voru uppi hugmyndir um jeppaferð og jafnvel smakka aðeins á eins og einum af jöklum landsins. Það voru svo fimm drengir sem fóru úr bænum á flöskudag og á tveimur jeppum. Þar voru á ferðinni

Raven
Hvergerðingurinn
Litli Stebbalingurinn

voru þeir á Hulk

Tiltektar-Toggi
VJ

á Ladý

Yfir staðgóðum og hressandi kveldverð var ákeðið að hafa fyrstu dagsleiðina alla leið á Flúðir. Þar hittum við fyrir Agnesi og Boggu sem slógust svo í för með oss á laugardeginum.
Eftir að laugardagurinn rann upp bjartur og fagur var haldið sem leið lá á Mýrdalsjökull með einu pitstoppi. Eftir að leið fannst upp á snjóinn var bara gaman hjá öllum í góðviðrinu. Menn renndu sér á skíðum og aðrir renndu sér niður á þjóðveg á reiðhjólahestum. En því miður varð Hulk fyrir hnjaski og braut öxul því var hætt við það að fara í Þakgil og komið sér nær borginni. Slegið var upp tjöldum og grillað á Langbrók í Fljótshlíð.
Í gær var svo haldið heim á leið með stoppi í sundi á Hvolsvelli og kælt sig niður með ís í einni af þjóðvegasjoppum landsins. Að vísu þarf að gera aðra ferð austur og klára ferðina en það er bara til að hafa gaman af og auka ástæðu til að skreppa aðeins aftur úr bænum. Til að eyða ekki fleiri orðum á þetta er vert að benda á myndir en þær er hægt að skoða hérna
Að lokum þá þakkar jeppadeildin fyrir sig

Kv
Jeppadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!