þriðjudagur, júlí 29, 2008

Jörundur Hundadagakonungur



Þrátt fyrir blíðviðrisspá voru undirtektir heldur dræmar við hugmyndum um utanbæjarför um síðustu helgi. Ekki frekar en venjulegu létu Bogi og Logi það stöðva sig á skelltu sér norður í land. Þar var ætlunin að ganga á fellið hanz Jörundar en að öðru leyti var planið frekar opið.
Fyrsta stopp var á Dæli þar sem tjaldað var og blásið í týnur. Á laugardag var rölt upp á Jörundarfell í Vatnsdal. Reynist það vera lengri og brattari ganga en reiknað hafði verið með. Engu að síður var þetta þrælskemmtileg leið og frábært útsýni sem á toppinn var komið. Með þeim betri sem undirritaður hefur séð ofan af fjallstoppi. Er niður var komið var ákveðið að kíkja í sund á Húnavöllum en það tók sinn tíma og úturdúr að komast að lokunartíma þar. Eftir að vera búnir að skola af sér táfýluna var haldið á næturstað við hið goðsagnakennda Húnaver og grillað þar. Telst það helst til tíðinda að snemma var farið í háttinn eða bara milli 00:30 og 01:00 aðfararnótt laugardags. Spurning hvort aldurinn sé farinn að segja til sín. Nei, fjandakornið ekki.
Sunnudagurinn var ekki verri veðurfarlega séð. Þá loks kom að því að stefnan var tekin á sjálfan Rugludal. Sannkölluð pílagrímsferð það. Áfram var svo ekið um sveitir Húnaþings og ýmsar minjar skoðaðar. Endað svo í sundi á Hvammstanga. Fínasta ferð og það Húnavatnssýslur komu alveg skemmtilega á óvart ef undanskilið er Blönduós, þar sem krókur var tekinn til að sleppa við en um leið stytt sér leið.
Ef einhver nennir er þeim velkomið að skoða afrakstur stafrænartækni en slíkt má gjöra hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!