mánudagur, júlí 14, 2008

Grillað í liðinu



Í síðasta dagskrárlið V.Í.N.-ræktarinnar þegar hjólað var um Heiðmörk og leið oss lá í gegnum einn ánningar stað kom upp sú hugmynd að sniðugt væri að hóa saman V.Í.N.-verjum til grillmennsku í þessari viku ef veður skyldi leyfa.
Nú er kominn veðurspá frá spámönnum ríksins og það lítur út fyrir að það muni viðra vel til útieldamennsku á komandi miðvikudag. Því væri það þjóðráð að láta verða af þessu núna á miðvikudag. Fólk mætir bara með eigið kjét, eða eitthvað annað og meðlæti. Kannski væri ráð að hafa með kol og/eða eigið grill.
Ætli það sé ekki bezt að hafa hitting við planið við Helluvatn kl:1900 og ákveða þar í hvað picnic-lund skal haldið í til grillmennsku.
Allir vinir og velunnarar eru velkomnir og mega taka með sér gesti, gesti,gesti og gesti,gesti,gesti og hver skyldi svo vera gestaleikarinn. Já, ég er leikari. Stóra spurningin er svo hver verður leynigesturinn. Það væri svo mjög vel þegið ef fólk myndi tjá sig í athugasemdakerfinu hvort sem það er af eða á. Svona til að sjá hverning stemning er fyrir þessu.

Kv
Manneldisráð

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!