laugardagur, nóvember 04, 2006

Skíðafréttir

Skv. þessari frétt þá átti að opna skíðavæðið á Oddskarði í dag. Sem er mjög gott. Fréttasvið skíðadeildar hefur fengið þetta staðfest. Þetta verður allt að teljast frekar svona jákvætt.

Ekki verður það sama sagt um Hlíðarfjall á Agureyrish. Þar er bara hiti og ógeð þessa stundina, en þó er von áður en V.Í.N. heldur í sína Aðventuferð til Agureyrish til skíðaiðkunar.

Held að óhætt sé að fullyrða að útlitð sé eina svartast í Bláfjöllum. Hvað um það meðan það telst vera vetur þá er von. Nú er bara um að gera að hvetja sem flesta að koma sér út og stíga þar snjódanzinn. Allir að taka nokkur spor í kveld hvort sem er heima í stofu eða á danziballstöðum bæjarins. Treysti á að Skáldið komi til að stunda trylltan snjódanz líkt því er von og vísa.

Með von um mikinn snjó og hörku frost
Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!