föstudagur, nóvember 17, 2006

Allt að gerast...

...og klukkan er!

Já, nú er allt bókstaflega að verða vitlaust fyrir Matarveizluna miklu. Hinir ýmsu aðilar eru bókstaflega að tapa sér í undirbúningi sem er væntanlega á lokastigi nú þegar þetta er ritað. En hvað um það og ekki orð um það meira.

Ætlaði bara að minna fólk á húsbandið sem mun leika fyrir danzmenntum á harmonikuballinu í kveld og sjá um dinnermuzik annaðkveld.
Hér er að sjálfsögðu verið að tala um sillingina í Das Richard Clayderman coverband. Það ætti nú vart að þurfa að kynna þessa eðalhljóðfæraleika en þess er nú samt þörf.
Hljómsveitina skipa eftirfarandi:

Jogvan í Fötu frá Færeyjum á Bylgistúpu
Jan Mayen frá Angmagssalik á Munnangurshörpu
Jón Rídalín á Fiðlugranda
Abula Bin Lati Ósómi á Mekkanikku
og síðast en ekki síst Einar Örn frá Svefneyjum á Purkhorn.

Á meðan húsbandið spilar, í bústaðnum í Reykjaskógi, mun þjóðdanzafélag eldri borgara á Stokkseyrarbakka stíga á stokk.

Fleira var það ekki
Góðar stundir
Tónlistarráð.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!