miðvikudagur, október 18, 2006

Aðventuferð til Agureyrish



Sjá, kæru landsmenn, ég boða yður mikinn fögnuð. Eftir stíf fundahöld í allan dag með tilheyrandi kaffidrykkju og kleinuáti hefur undirbúningsnemd skíðadeildar VÍN komist að þeirri niðurstöðu að fara í opinbera heimsókn til Agureyrish á aðventunni, nánar tiltekið dagana 8.-10. desember. Standa vonir til þess að þá verði jafnvel opnar skíðalyftur í Hlíðarfjalli (og ekki eru þessar fréttir að skemma fyrir) svo iðka megi vetraríþróttir í bland við aðra skemmtun. Þar sem gera má ráð fyrir að hitastig verði með lægra móti og tjaldgisting e.t.v. ekki heppileg hefur kvenarmur undirbúningsnemdarinnar fest leigu á íbúð við götu sem heitir Furulundur, sem einhverjir gætu kannast við. Ojæja, það er sosum ekki meira að segja um það, nú er bara að fara út í geymslu og finna skíðin og brettin og skella sér svo norður yfir heiðar þegar þar að kemur. Þaðheldégnú.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!