mánudagur, janúar 05, 2015

Um miðdegismálFyrst að nú er árið 2015 runnið upp með bætum hag og blóm í haga. Er þá ekki úr vegi að klára að gjöra árið 2014 upp í máli og myndum?

En þannig var mál með ávexti að helgi eina seinni parts október mánaðar skruppum við hjúin í örlitla og létta messudagsgöngu upp á fjall eitt á Reykjanesskaga. Fjall þetta ku víst nefnast Miðdegishnjúkur og er staðsettur við Kleifarvatn á Sveifluhálsi. En hvað um það.

Þetta var amk fagur haust messudagur og því kjörið að nota hann til smá útiveru. Alla vega þá gekk uppgangan stóráfallalaust fyrir sig og í kaupbæti fengum við smá snjó, alltaf gaman að því. Síðan má bæta því við að oss komust svo klakklaust aftur að Polly. Svo til uppfylla snert af einhverfunni hjá Litla Stebbalingnum þá þurfti auðvitað að taka hring og fórum við í gegnum Grindavík á heimleiðinni. Þegar þagað var komið rúntuðum oss aðeins um bæinn og m.a kíkjum á tjaldstæði bæjarins. Það verður barasta að segjast að það leit vel út og grinilegt. Spurning með útilegu þangað t,d í sumar þá væri hægt fyrir áhugasama að hjólheztast þangað, En hvað um það nú erum við komin út fyrir efnið.

Sum sé fyrirtaks messudagsrölt á auðveldan tind og séu einhverjir áhugasamir þarna úti má skoða myndir frá töltinu hér

Kv
Göngudeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!