fimmtudagur, janúar 01, 2015

Fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurammælisferð 2015Þá er komið upp árið 2015 og vill undirbúnings-og eftirlitsnemdin senda lesendum sem landsmönnum öllum og jafnvel allum alheiminum hugheilar nýárskveðjur

Árið 2015 er nú þegar orðið merkilegt fyrir þær sakir að í ár eru slétt 20ár frá því að nokkrir hressir menntaskólapiltar héldu sitt perriat ásamt hinum ýmsu vinum og vandamönnum í (Blaut)Bolagili fyrstuhelgina í júlí. Síðan eru líðin 20 ár og hjá sumum er komið minna hár en meira mitti og ekki fallið úr eitt einasta ár. Hvet þó fólk til spyrja Bergmann hversu mörg ár í röð kauði hefur mætt í Mörkina eða Bása fyrstuhelgina í júlí

Eins og kom fram hér á undan þá hefr ekki fallið út eitt einasta ár frá því V.Í.N, hóf að halda sína árshátíð á þessum slóðum. Að sjálfsögðu á ekki að gjöra undantekningu þetta árið. Líkt og undanfarin c,a 9 ár þá hefst skráning núna í dag. Eða öllu heldur hófst hún á síðasta miðnæti.
Eins og svo oft áður þá er bara að skrá sig í skilaboðaskjóðunni hér að neðan. Nefna nafn og jafnvel jeppabifreið sé slík til staðar.
Koma svo allir og gjörum þessa 20 ára ammælis fyrstuhelgaríjúlíárshátíðarþórsmerkurferð sögufrægasta af þeim öllum

KOMA SVO OG LÁTA SJÁ SIG þó ekki nema væri aðra nóttina dagana 3-5. júlí nk

Kv
Skráningardeildin

P.s Skráning er hér með hafin

3 ummæli:

 1. Jæja ætla að nýta mér tækifærið og innherjaupplýsingar.
  Sum sé hér með skrái vér oss það er litlu fjölskylduna á H38, Stebbi Twist, Krunku og Skottu látum líka Willy fylgja með af gömlum vana vonandi samt kemur hann með þetta árið enda kom Willy líka með 95.

  Kv
  Stebbi&Co

  SvaraEyða
 2. Bergmann mætir að vanda þó vanti eitt ár í röðina

  SvaraEyða
 3. Bergmann kominn á listann

  Kv
  Skráningardeildin

  SvaraEyða

Talið!