miðvikudagur, janúar 21, 2015

Þriðji í skráningu 2015 AD

Svo þið segið það. Bara strax komið að þeim þriðja þetta árið og það á sjálfu 20 ára ammælisárinu. Hverjum hefði dottið það í hug. En hvað um það. Svona líkt og mörg hin fyrri ár fer skráning rólega af stað. En einhverntíma sagði tjellingin að mjór væri mikils vísi. Eigum við ekki bara að trúa því. Sömuleiðis sagði Jim Morrison, eða var það nakti índjáninn?,  við Wayne að ef hann bókaði þær myndi þær koma.

Þetta voru smá útúr dúrar. Sagan segir nú að bökunarmeiztar V.Í.N. ætli sér að koma með og bjóða upp á 20 metra langa franzka súkkulaði tertu á laugardagskveldinu er það vel.

Er er ekki bara málið að koma sér að máli málanna þessa vikuna sem er að sjálfsögðu nafnalisti hinna viljugu og staðföstu.


Ammælisgeztir;

Stebbi Twist
Krunka
Skotta
Bergmann


Ammælisjeppar:

Willy


Jæja það var mál málanna að hafa þetta sutt þess vikuna og því verður þetta ekki lengra að sinni.
Þanngað til í næztu viku

Kv
Skráningardeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!