sunnudagur, desember 02, 2012

Æfa, ælaÍ gær var haldin risasjúkraæfing FBSR og þar var Litli Stebbalingurinn þátttakandi ásamt tveimur öðrum gildum limum innan V.Í.N. En það vill svo skemmtilega til að það voru Eldri Bróðirinn sem sá um að stjórna lýðnum úr Birninum og svo Krunka sem var í heimstjórn í húsi. Sá sem þetta ritar var með fjallahóp í fjallabjörgunarverkefni. Þetta gekk allt svo sem ágætlega og allir leystu sín verkefni. Varla kemur það á óvart að myndavél var með í för og myndir frá deginum í gær má sjá hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!