fimmtudagur, janúar 05, 2012

Skíðað á nýju ári



Nú á nýársdag brá Litli Stebbalignurinn ásamt Eldri Bróðrinum sér á skíði í Bláfjöll. Reyndar væri miklu réttara að tala um að Stebbalingurinn hafi fengið að fara með þeim Eldri en hvað um það. Skemmtilegt er að segja frá því að hann Óli nýtti ferðina til að gerast áhættufjárfestir. Það er nú samt skemmst frá því að segja að ekki var nú mikið skíðað þennan fyrsta dag ársins. Um leið og við komum byrjaði að snjóa og skyggni varð frekar sjaldséð svo það var bara ein ferð niður öxlina og ein frá gömlu Borgarlyfunni og yfir að barnalytfunum. En engu að síður förum við og höfðum alveg gaman af. Góð byrjun á nýju ári. Annars eru myndir hér

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!