þriðjudagur, janúar 17, 2012

Regnflóð



Nú um liðna helgi fór Litli Stebbalingurinn með nillahópinn sinn í Bláfjöll. Þar var ætlunin að arka á gönguskíðum, gista í snjóhúsi ásamt því að vera með snjóflóðapælingar leita af ýlum, grafa prófíla o.þ.h. Þarna með í för voru tveir gildir limir en það voru:

Stebbi Twist
Krunka

Á Sandskeið var rútan yfirgefin á flöskudagskveldinu og stígið á gönguskíðin síðan haldið sem leið lá upp í Bláfjöll í öskrandi rigningu og góðu roki. Eftir 5,5 klst var komið upp í Bláfjöll og allir vel blautir innað beini var bankað upp hjá Ársælingum í Eldborgargili og óskað húsaskjóls. Veittu þeir það okkur.
Laugardagurinn fór í ýlaleit og endað svo á því að grafa snjóhús.
Á messudag var haldið heim eftir að fólk hafði prufað snjóhúsin sín og á leiðinni var grafinn snjóflóðaprófíll. Vel gekk svo sem að komast heim nema svo bilaði rútan á heimleiðinni og þurftum við að skifta um rútu á leiðinni. En hvað um það
Fyrir áhugasama þá má skoða myndir hér. Reyndar eru fyrstu myndirnir frá því við hjónaleysin skuppum um daginn í Fossvogsdal á gönguskíði

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!