þriðjudagur, janúar 03, 2012

Jólin, jólin þau eru fín



Líkt og um síðustu jól þá fórum við hjónaleysin í bústað yfir jólin. Að þessu sinni var haldið á norðurland í ríki skagfirska sveiflukóngsins Geirmundar Valtýssonar og haldið til í Varmahlíð.
Skíðum var hlaðið á toppinn á Polly og síðan jólatré þar ofan á. Griswolds. Á aðfangadag var svo skroppið í smágönguskíðahring um þorpið til að eiga aðeins fyrir matnum. Á jóladag var líka tekin stutt gönguskíðasyrpa sem endaði næztum því í sjálfheldu svo var auðvitað endað í pottinum eftir bæði skiptin. Annan í jólum var svo ætlunin að kíkja í Tindastól og renna sér þar. Fyrsta athugun leiddi í ljós að þar var opið en þegar átti svo leggja af stað þanngað var búið að loka. En það var ekki nóg því snjóflóð hafði líka lokað veginum til Siglufjarðar svo ekki var neitt úr skíðaiðkun þann daginn. Endaði bara með bíltúr svo ekki er hægt að gefa skýrzlu um aðstæður í Tindastól en það bíður bara vonandi þar til síðar í vetur

En ef einhver vil skoða hvernig má iðka þarna gönguskíði má sjá myndir hér

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!