mánudagur, apríl 04, 2011

Aftur Agureyrish



Um þar síðustu helgi, þ.e dagana 25-27.marz sl, heldu tveir gildir limir úr V.Í.N. í skíðaferð og tjaldferð með FBSR til Agureyrish. Þar m.a vígði Litli Stebbalingurinn loks nýja tjaldið sitt ásamt því að renna sér í snæviþökktum brekkum Hlíðarfjalls þar sem sunnlensk blíða og sól réð ríkjum. Þessir tveir fulltrúar skíðadeildar voru:

Stebbi Twist
Krunka

Þrátt fyrir að lognið hafi verið á þó nokkuri ferð þarna fyrri parts laugardags náði maður prýðilegum skíðadegi. Svo eftir lambasteikina og til að hita sig upp fyrir svefnpokan var líka tekinn einn hringur á gönguskíðum um kveldið.
Það var svo þoka sem byrgði manni sýn í upphafi messudags en svo rætist heldur betur úr deginum og örugglega ein sá bezti á þessu ári, bæði hvað varðar veður og færi. En nóg um það og bezt að láta myndir bara tala sýnu máli hérna

Kv
Skíðadeildin

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!