þriðjudagur, apríl 10, 2007

Tízkan í dag

Sælt veri fólkið!

Án efa hafa glöggir lesendur tekið eftir því að ætlunin er að koma V.Í.N.-liðum í nýjar V.Í.N.-peysur. Var fólk vinsamlegast beðið um að drífa sig í næstu verzlun 66 norður og máta þar Vík heilrennda og koma upplýsingum til Litla Stebbalings í rafrænu formi. Eitthvað hefur staðið á því að maður sé kominn með alla þá sem ætla sér að vera með. Þó hafa eftirfarandi einstaklingar verið til fyrirmyndar í þeim efnum. Þetta sómafólk er:

Stefán Þórarinsson
Guðrún Jóna Sveinbjarnardóttir
Magnús Andrésson
Arnór Hauksson
Halldór Magnússon
Vignir Jónsson
Alda Guðbjörnsdóttir
Ólafur Magnússon
Erna Guðmundsdóttir

Þetta er það toppfólk sem er búið að máta og láta allar nauðsynlegar upplýsingar fylgja með. Þeir sem ætla sér að vera með og eiga eftir að komast í hóp með þessu fólki hér að ofan. Fyrir þá er um að gjöra að koma sér á næsta útsölustað 66 norður og komast að því hvaða stærð hentar og senda undirrituðum tölvupóst (stebbitwist@hotmail.com).
Fyrir þá sem ekki eru klárir á verðinu þá reiknast mér til, skv upplýsingum frá tilboðsleitanda, að verðið sé krónur 7840 auk merkingar. Er þó birt án ábyrgðar og verður það að líklegra til árangurs að láta hagfræðing V.Í.N. gefa út endanlega tölu.

Kv
Fatanemd

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!