laugardagur, apríl 07, 2007

Hekluganga




...eða öllu heldur, mikið frekar og réttara sagt tilraun til þess.

Það var að morgni skírdags 2007 að nokkrir meðlimir göngudeildar rifu sig á lappir fyrir allar aldir. Ætlunin var að ganga upp á Heklu og skíða síðan þar niður fannir þess. Alls voru það 6 svalir sveinar sem lögðu af stað og það voru:

Stebbi Twist
Maggi Brabra
Tiltektar-Toggi

Á Barbí sem farartæki
Síðan voru

Þverbrekkingurinn
Jarlaskáldið
Inter-Tótó

Og höfðu þeir Lúx til að koma sér á staðinn.

Dagurinn rann upp bjartur og fagur. Við Kambabrún brosti suðurlandsundirlendið við okkur. Ekið var fram hjá háttvirtum Landbúnaðarráðherra uns komið var í Rangárþing. Á söguslóðum lessumyndbandsins var hópurinn sameinaður og þá sem ein heild.
Upp förum við um uppsveitir Rangárvallarsýslu og sjáum þar dýr, já dýr eru góð.
Rétt við Heklurætur fundum við snjó en allt hafðist þetta að lokum og við komum bílunum þangað sem við ætluðum okkur.

Hófst þá undirbúningur fyrir uppgöngu og síðan var hafist við göngu. Það var gengið upp í mót og enn voru veðurguðirnir okkur hliðhollir sem og snjóalög. Aðeins eftir því sem ofan dró fór að bera á ís og sleipum snjó. Áttu menn miserfitt að fóta sig og síðan losuðu sumir sig undan skíðunum þó missnemma og enduðu allir á tveimur jafnljótum. Áfram var þó haldið upp á við og ætíð varð sú gamla sleipari og sleipari auk þess sem ský tóku nú að hrannast við toppinn og með því að takmarka okkur sýn
Þegar svo var ástandið var ákveðið að snúa við og því sáum við ekki andyri að hélvíti að þessu sinni. En það má alltaf reyna aftur.
Menn voru svo mismikið á rassinum á leiðinni niður og var hægt að sjá ýmsar aðfarir við að komast við að bílunum. Allir komust þó niður að lokum og það þokkalega heilir, svona amk eftir atvikum. Nokkrar festur urðu svo á bakaleiðinni en engin alvarleg. Svo sem bara gaman að þvi. Við tók svo steindauður en skemmtilegur þjóðvegaakstur heim á leið.

Eins og sjá má á nafnalistanum hér að ofan var sjálft Jarlaskáldið með í för. Líkt og hirðljósmyndara er von og vísa var það vopnað myndavél og sjá má afköstin hér.

Taka skal það fram að ekki einn einasti leiðangursmanna heklaði dúk í þessari ferð.

Að lokum vill sagnaritari þakka samferðamönnum sínum úr þessari ferð og það verður svo reynt aftur við betra tækifæri. Stór efa að sú gamla sé að fara nokkuð í bráð.

Kv
Göngudeildin

(Uppfært 08.04.07)
Þá hefur enginn annar en Tiltektar-Toggi sett inn sínar myndir, frá þessari annars ágætu för, á sína myndasíðu. Þær er hægt að skoða hérna

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!