miðvikudagur, mars 07, 2007

Fréttir af fræga fólkinu

Já, Ásdís Rán bara búin að gerast brotleg við fánalög. Hvað skyldi þetta glæpakvendi gera næst. Svívirða V.Í.N.-fánann??? Nei, við skulum vona að svo verði ekki. Eða hvað?

En þá er bezt að halda þessari blezzaðri upphitun áfram fyrir skíða-og menningaferðina til Agureyrich 2007, þar sem jafnframt er haldin aðalfundur. Skiptir ekki öllu. Hverfum nú aftur til ársins 2003. Hérna er tímavélin.

Það er svo greinilega sumt sem skíðadeildin þarf að hafa á samvizkunni.

Kv
Skíðadeildin

E.s Einn af meðlimum Team V.Í.N. Telemark (að auki er Brabrasonurinn líka meðlimur) var að spyrjast fyrir um það hvort einhver stemning væri fyrir því að fara á lokahof og verðlaunaafhendingu með Telemörkurunum, þessir sem skíða með asnalega stílnum, og snæða þar líka með þeim kveldverð.
Eða eigum við frekar að halda í gamlar hefðir og skella okkur á Greifann.
Endilega tjáið tilfinningar yðar, hér að neðan, í þar tilgerðu athugasemdakerfi

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Talið!