sunnudagur, mars 04, 2007
Skíðadeildin hér og þar
Skíðadeild VÍN lá ekki á liði sínu þessa helgina í undirbúningsstarfi sínu fyrir komandi Agureyrishhelgi. Fulltrúi VÍN á Norðurlandi var Vignir og mun hann hafa sinnt skyldum sínum hvað varðar könnun á snjóalögum í Hlíðarfjalli og öðru því er mikilvægt þykir. Samkvæmt frumskýrslu hans munu snjóalög góð og úrvalsaðstæður til skíðaiðkunar, og því bara að vona að svo haldist næstu tvær vikurnar.
Hér sunnanlands sáu undirritaður og Stefán Twist um að kanna aðstæður í Bláfjöllum. Þær reyndust furðugóðar, ekki mikill snjór sosum en þrusufæri og m.a.s. hægt að leika sér dálítið utanbrautar. Veðrið var ekki upp á marga fiska til að byrja með en úr því rættist heldur betur og varð hið mesta stuð úr þessu að hafa. Svo sakaði ekki að það var ekki kjaftur í fjallinu. Við hittum einnig yngri bróðurinn í nýju, fínu peysunni sinni og félaga hans og munu á næstunni hefjast samningaviðræður um gistingu fyrir einhverja hjá þeim bræðrum á Agureyri ef Furulundurinn fyllist algerlega. Það ætti allavega enginn að þurfa að sofa úti á tröppum, þó einhverjir eigi sjálfsagt eftir að gera það engu að síður.
Eins og oft áður var myndavélin með í för, og má sjá afraksturinn hér.
11 dagar, gott fólk. Allir að dansa snjódansinn þangað til, allir saman nú...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Talið!